18.1.2023 | 12:01
Vindmyllu fantasían
Nú á stýrihópur að fara að skila af sér tillögum varðandi vindmyllur. Orkustofnun bendir á hið augljósa að sé farið framhjá rammaáætlun við byggingu vindmylluvera þá geti það skapað sundrungu og andúð.
Útreiknað þá þurfum við meiri orku, sér í lagi ef ætlunin er að keyra á rafbílum um allt land. Þá kemur upp stóra vandamálið - afhendingaröryggi. Zerohedge fjallar um þetta má í Ástralíu og þar kemur í ljós að síendurtekið er notast við dísel varaafl til að sinna afhendingu orkunnar sem búið er að lofa.
Fyrir utan alla aðra mengun sem fylgir vindmyllum þá þurfa þær varaafsstöð til að geta sinnt stöðugri afhendingu orku. Málið er að raforkukerfi eru sett þannig upp að viðhalda þarf ákveðnum straumi og sé sá straumur ekki til staðar þarf að koma honum inn á kerfið því annars þarf að slökkva alveg.
Ástralía þar sem mikið er um sléttur og ætti því að skapa góðar aðstæður fyrir vindmyllur þá er orkuöryggið samt ekki nóg til að jafn straumur fari allan ársins hring inn á kerfið.
Hugmyndir um 40 vindmylluver um landið eru algerlega snargalnar. Ef orkuöryggið þarf að sækja í vatns- eða háhita orkuver þá eykst gríðarlega hættan á rafmagnsleysi hjá einhverjum hluta landsins, óstöðugleiki kerfinu. Hver ætli myndi finna mest fyrir slíku?
Vindmyllur hafa verið prófaðar hér af Landsvirkjun en hafa ekki gefið út neitt efni um stöðugleika þeirra. Hvernig þetta fer saman við núverandi raforkukerfi. Mengunin sem af þessu hlýst, plast í spöðum, jarðrask, sjónmengun og hávaðamengun. Þar ríkir þögnin ein enda sjá þeir þetta í hyllingum sem lausn fyrir landsmenn.
Við eigum að stoppa þessar hugmyndir og bíða í nokkur ár. Sjá hvert verður farið út í heimi. Mín spá er að vindmyllur sem orkugjafi muni fara hallloka nema orkan sé notuð á takmörkuðu svæði og hafi gott varaafl.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.