Margar ástæður myglu og fleira en fúsk

Of mikill byggingarhraði er fúsk og það sést vel á orkuhúsinu sem er verið að endurbyggja. Sú vitleysa sem þar gerðist var vituð þegar húsið var opnað en samt var haldið áfram.

Mygla myndast ekki nema að raki komi til. Ekkert grær án vatns. Mörgum þykir skrýtið að enginn sjáanlegur leki geti samt myndað myglu. Þetta er samt algengt vandamál í stofnunum og hefur aukist með árunum. Margar af þessum byggingum gerðu ráð fyrir að lofta út með opnum glugga en síðar var öllum gluggum lokað og hurðum líka. Húsin eru kapphituð og ef fólk er inni á daginn eða plöntur í rými þá myndast raki sem leitar upp. Þannig getur mygla myndast í lokuðu rými og lausnin á því er að lofta út.

Það sama á við um nýbyggingar að það þarf að lofta þær og þurrka áður en haldið er áfram. Á því eru margir misbrestir með alvarlegum afleiðingum. vissulega spennandi að koma inn í nýtt hús en sé ekki farið yfir smáatriðin, eins og hvort gluggar séu nógu þéttir, þá er voðinn vís.

Athyglisvert er að eftirlit er með öllum byggingum og þegar steypt er upp þá kemur eftirlitsmaður á staðinn. Þegar verki er lokið þá er verkið tekið út. Sú spurning hlýtur að koma upp hvort þetta eftirlit sé nógu gott? Hvort það sé nógu virkt með tilliti til þess hvort smáatriðin séu í lagi.

Þeir sem fást við myglu þá er fyrsta skrefið, loftaðu út.


mbl.is Bestu hús allra tíma en oft hræðilegur frágangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband