Vilja þeir frið eða áframhaldandi stríð í Úkraínu?

Vissulega er árásin óréttlætanleg út frá sjónarhóli Úkraínu og þessi yfirlýsing ber þess merki að skoða bara sjónarhorn annars aðilans. Í framhaldi segir nefnilega tilefnislausa. Aldrei hef ég orðið vitni að sá sem ræðst á aðra finni það sé óréttlætanlegt eða tilefnislaust þegar um ríki á í hlut.

Í þessari deilu hef ég ekki orðið vitni að Rússar geri annað en það sem þeir lögðu upp með. Undantekning, sannar regluna, er að þeir tóku tvö önnur héruð en hótanir um að taka Krímskagann ollu því að breytt var um kúrs. Auðveldara er að verja Krímskaga með að taka héruðin sem liggja næst.

Tölum aðeins um friðinn sem þessi yfirlýsing sækist eftir. Í henni eru samt settir afarkostir þannig að Rússar eigi að bakka með sitt lið en landið sem ráðist var inn í þarf ekki að gera neitt. Svona einhliða málflutningur er ekki til þess gerður að skapa frið því þegar deilt er þá er málamiðlun alltaf lausnin. Hvar er málamiðlun í deilunni?

Þessi sömu ríki sem segjast vera lýðræðisleg og saka Rússa um einræði og fleira ljótt er ótrúlega einhliða málfluttningur. Hversu mikið var lýðræðið notað í Covid ástandinu? Eina ríkið af þessum sem sendi leiðbeiningar (vegna þess að lög leyfðu ekki annað) var Svíþjóð. Öll hin brutu lýðræðislegan rétt íbúa síns ríkis. Hvernig geta þeir réttlætt að segja Rússum hvað þeir eiga að gera þegar sjálfir fara illa með þegna sína?

Samúð mín er með íbúum Úkraínu sem slátrað eins á taflborði vesturs og austurs. Zelenskí er engin hetja og vesturlönd eru alltof sek í að skapa ákveðið ástand á svæðinu (það er enginn saklaus í stríði). Að lokum verða vesturlandabúar að spyrja sig: Hvað réttlæti árásir (hernaðaraðgerðir) inn í Írak, Líbýu, Afganistan, Sýrland og örugglega fleiri lönd?


mbl.is „Úkraína verður að sigra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband