Veit hún eitthvað virkilega um strætó?

Það er voða fallegt og göfugt að gefa höfuðborgarbúum tækifæri á að kynnast hvernig strætó gengum um stræti höfuðborgasvæðisins. Eitthvað segir mér samt að hún veit voða lítið um hvernig er að taka strætó milli ólíkra hverfa. Það er mjög einfalt að fara í 101 Reykjavík en tökum annað dæmi úr 200 í 110.

Fyrir mig tekur um 3 mín að ganga að stoppustöð þar sem nr. 4 stoppar. Tek vagn í Mjódd þar sem ég get tekið 24 upp í 110. Líklega er hann ekki of seinn en fer út við Árbæjarsafn og geng í 10 mín að áfangastað. Þetta tæki um 30 mín. svona sirka. Ef ég veldi aðra leið þá líklega tæki þ.að um 45 mín. Það reyndar versnar á heimleiðinni því þá líklega myndi ég missa af nr. 4 og þurfa bíða í 10 - 20 mín.

Strætisvagnakerfið er einfaldlega ekki að vinna saman ef þú ferð á milli hverfa og það er stærsta vandamálið. Borgarlína mun ekki leysa það vandamál heldur gera það stærra svo hún er algerlega óþörf.

Byrjum á byrjuninni og komum notendum auðveldlega milli hverfa þá kannski fær strætó notagildi í hugum íbúa höfuðborgasvæðisins.


mbl.is Vill gefa borgarbúum kort í strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrossabrestur

Já einmitt er þetta ekki akkúrat kjarni málsins víða í stjórnkerfinu hjá okkur?

Allstaðar fullt af liði sem sem hefur ekki nokkra þekkingu á því sem það er að fást við öllum til tjóns.

kv. hrossabrestur.

Hrossabrestur, 5.3.2023 kl. 08:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband