Það sem má er það sem ekki má

Fjölmiðli er í sjálfsvald sett að setja reglur sem miða að fjalla um hluti á hlutlausan hátt. Hins vegar má alveg spyrja sig hversu hlutlaus sú lína er sem fylgt er eftir. Til dæmis þótti í góðu lagi að fjalla um mannréttindi í Katar en það má ekki gagnrýna eigin stjórnvöld. Þar fara ekki saman orð og gerðir.

Rúv setti upp svipaðar siðarreglur en það samt aftrar fréttamönnum ekki frá því að lepja upp fréttir af öðrum miðlum. Þar sem ekkert er sagt um gildi þeirra miðla sem geta algerlega stangast á við siðreglur stofnuninnar.

Annars er BBC mjög þekkt fyrir bann alskonar sem ýmiss rokklög hafa lent í gegnum tíðina. Þetta er samt frekar klúðursleg lausn mála hjá BBC og til þess fallið að fá fleiri á móti en með. Hefði Liniker fengið tiltal og beðinn um að tóna sig niður þá hefði enginn tekið eftir þessu.

Málið er einmitt að með frjálsri umræðu þá næst betri sátt en með banni þá er verið að tvístra fólki í hópa, með eða á móti.

Styðjum málfrelsið!


mbl.is Segir ákvörðun BBC rétta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband