Forstjóri orkuflutninga segir okkur hvernig eigi að framleiða rafmagn

Þessi tilvitnun til framsögu forstjóra Landnets er frekar furðuleg. Fyrirtækið sem honum var rétt með því að skipta Landsvirkjun upp sér um og á alla orkuflutninga. Þeir sjá ekkert um framleiðslu. Þetta væri eins og forstjóri Eimskips færi að segja okkur að veiða meiri fisk.

Þegar rýnt er betur í viðtalið þá er hann þversagnakenndur og frekar mótsagnaknndur. Það kemur reyndar ekki fram á mbl.is en kom fram í Morgunblaðinu að hann viðurkenndi að orka með vindmyllum væri ótrygg og það væri áskorun að finna fyrirtæki sem samþykktu að vinna miðað við slíka ótryggja orku. Líklegra er að þeir séu ekki til enda væri það ansi slakt viðskiptamódel.

Hann hedlur því líka fram að hægt sé að byggja upp vindmylluorkuver á mörgum stöðum kringum landið og vindurinn blási á mismunandi stöðum og þannig sé hægt að jafna út nýtingu. Hljómar eins og hið besta ævintýri.

Hann klikkar síðan út að innviðir ráða ekki við mikla orkuaukningu. Sem er auðvitað mótsagnakennt við að setja upp víðsvegar um landið vindmylluorkuver. Hver á að borga uppbyggingu innviðanna svo þau ráði við orkuna? Ætti það ekki að vera kostnaður þeirra sem ætla að byggja upp vindmylluorkuver?

Blaðrið hans um orkuverð er varla á bætandi. Þar stendur ekki steinn yfir steini miðað við önnur lönd enda þorir hann ekki að nefna að vindmylluorkuver hækka orkuverð. Fer í staðinn að blaðra um að fólk þurfi að nýta orkuna sem best, þvílíkt kjaftæði.

Eins og allt sem kemur fram um vindmylluorkuver - bölvað kjaftæði.


mbl.is Gæti þurft að tvöfalda raforkuframleiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hann bendir réttilega á að ef menn ætla virkilega í "orkuskipti" (henda út traustu, sveigjanlegu og hagkvæmu jarðefnaeldsneyti) þá þarf að tvöfalda raforkuframleiðsluna og sólunda síðan stórum hluta hennar í framleiðsu á rafeldsneyti. Þetta kemur skýrt fram á www.orkuskipti.is fyrir þá sem vilja. 

Geir Ágústsson, 26.3.2023 kl. 12:01

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Mikið rétt hjá þér Geir sem endurspeglar hversu mikil sóun orkuskiptin eru. Þetta endurspeglar líka hagsmuni hans að vilja stækka flutningsnetið sem mest en er það endilega það besta fyrir þjóðina?

Rúnar Már Bragason, 26.3.2023 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband