Borgarlínufrekja

Það er verulega skondið að lesa rembinginn að finna lausn á þessu dæmi sem hefur verið í umræðunni í áratug (ca 4 ár frá samgöngusáttmála). Þegar hugmyndin er lesin þá á að fara úr 3 akreinum niður í tvær og ekkert að gera við brúna yfir Elliðaána, þar af á borgarlínan að fá eina akrein. Ef henni er ætlað að keyra austan megin þá heftir það alla sem vilja beygja upp Ártúnsbrekkuna. Ef hún er sett inn í miðju þá þarf að þvera veginn til að komast þangað. Alls ekkert er tekið á aðaltappanum þeim sem ætla að beygja upp á Kringlumýrabaut á morgnanna.

Borgarlína sem á að frekjast inn á umferðagötur er andvana fædd og skilar engum árangri. Hið augljósa er auðvitað að 250 þús manna búsvæði þarf ekki sérstakan aukastrætó þegar alveg er hægt að útvíkka núverandi þannig að hann nýtist betur notendum.

Það er leitin að meiri vitleysu að eyðileggja einn besta vegkafla höfuðborgasvæðisins, bara fyrir ofvaxinn strætó sem enginn þarf.


mbl.is Stórar breytingar við Bústaðaveg og Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband