8.4.2023 | 23:49
ó trú lega fréttin um bóluefni gegn krabbameini
Við lestur fyrirsagnarinnar kemur upp von en sú von breytist fljótt þegar textinn er lesinn. Fyrir því eru nokkrar ástæður:
1. Það er talað um nokkrar tegundir krabbameins, ekki allar tegundir.
2. Textinn virðist byggjast á krabbameini sem virðist arfgeng, þó enn sé ekki full vitneskja um að krabbamein sé arfgengt. Þó ber að hafa í huga að krabbamein í fjölskyldu auka líkur á krabbameini hjá erfingjum. Bein tengsl hafa samt ekki verið sönnuð.
3. Því var haldið fram fyrir um 40 árum að hægt væri að finna bóluefni við AIDS. Það er ekki enn komið. Svarið er vegna þess að ekki er nákvæmlega vitað hvernig AIDA verður til. Að smitast af HIV er ekki ávísun að fá AIDS en samt á bóluefnið að ganga út frá því. Sama á við um uppruna krabbameins þe. hvernig það verður til. Það er einfaldlega ekki nóg vitneskja og þess vegna hefur ekki enn fundist lækning við því.
4. mRNA tæknin hefur ekki skilað miklum árangri sem covid bóluefni svo það er betra að gera sér minni vonir en ella.
Þótt margt sé vitað um krabbamein og að ýmsir þættir geta haft áhrif þá er samt lítið vitað um uppruna þess þe. af hverju fær fólk krabbamein. Held það verði lítið bjargræði í bóluefni fyrr en betri þekking er á uppruna krabbameins.
Bóluefni gegn krabbameini verði tilbúið fyrir 2030 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.