11.4.2023 | 21:35
Er verðsamráð hjá olíufélögunum?
Það er vel til fundið hjá FÍB að setja út á olíuverð og gefa til kynna hvort um verðsamráð sé að ræða. Það er alltaf jafn furðulegt að sjá verð lækka og hækka um sömu krónutölu hjá öllum félögum samdægurs.
Á fyrri árum benti FÍB einnig á gengi dollars er sleppir því núna. Dollar hefur hækkað um rúm 7% á einu ári en að sama skapi hefur verð lækkað um 20% svo þarna er svolítið langur vegur á milli, olíufélögunum ekki til hagsbóta.
Líklegasta skýringin er að of mikið fé er tekið úr rekstri og fengin óhagstæð lán til að standa undir rekstrinum. Í hvað féiið er notað er erfitt að segja til um en gæti þó verið brask í anda þess sem var fyrir hrun eða einfaldlega taka of mikið út fyrir eigendur.
Forstjóri Skeljungs missti sig aðeins, ekki bara með að tala fyrir alla olíusala, þegar hann benti á að hagnaður færi minnkandi. Ef slíkt er að eiga sér stað hvers vegna kaupir Skeljungur þá bifreiðaverkstæðið Klett fyrir jól? Fyrirtæki þar sem hagnaður fer minnkandi er varla svo burðugt að geta slengt út fyrir kaupum á öðru fyrirtæki.
Trúverðugleiki forstjóra Skeljungs er afar lítill og minnir tal hans um margt frá því þegar síðast komst upp um verðsamráð olíufélaganna. Er það tilviljun að þá var það forstjóri Skeljungs sem oftast kom í fjölmiðlum til að afneita verðsamráði?
Sakar olíufélögin um samráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.