15.4.2023 | 23:54
Af hverju er aldrei talað um Bidenisma?
Jafnvel á hverjum degi fáum við að heyra (lesa) um Trumpisma eða Pútinisma en enginn talar um Bidenisma eða um öfgar til vinstri í pólitík. Skýringin liggur í því að háskólar eru gegnumsýrðir að vinstri hugmyndafræði. Þar er leitað eftir að finna sniðug heiti sem hægt er að nota á einfaldan hátt eins Trumpismi, þótt fæstir viti hvað felst í raun í hugtakinu. Það eina sem þarf að skilja að það er eitthvað illt við það sem kennt er við slíkt.
Þannig hefur Arnar Þór Jónsson verið kenndur við þessu hugtök einfaldlega vegna þess að hann nýtir tjáningarétt sinn til að setja spurningamerki við frumvarp um lög á alþingi þar sem á að setja EES lög hærri en stjórnarská landsins. Það eitt að og sér fær aðrar samflokksmenn hans til að kalla hann Trumpista eða Pútinisma.
Ekkert er leyfilegt í dag. Ekki einu sinni grunnskólakennari má efast um fræðslu samtakanna 78 án þess að vera úthrópuð. Meira segja bæjarstjórn sér sig tilneydda til að senda út tilkynningu vegna greinar í fjölmiðlum. Hversu langt er hægt að ganga í fáránleikanum?
Bidensimi er samnefni fyrir þennan fáránleika. Sem mætti skilgreina þannig að sett er út lög en þau síðan afturkölluð þegar allt stefnir í óefni. Það fylgir engin sannfæring á bakvið það sem sett er fram en það gert til þess að friða litla minnihlutahópa. Með þögn og útskúffun er reynt að láta málin líða hjá en ef það tekst ekki þá er sett af stað reiðbylgja á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum. Tenging við raunveruleikann og daglegt líf fólks virðist í lágmarki, og það má alls ekki svara erfiðum spurningum. Hvað þá að hafa umræður um hluti svo að sátt geti nást um hlutina.
Það má líka kalla þetta bitruismi en það er fólk sem er biturt út í samfélagið og vill að það taki þátt í vali þess í lífinu þótt það skiptir aðra engu máli, nema fyrir nánustu vini og ættingja. Biturð þeirra er látin bitna á öðrum án þess að taka ábyrgð af afleiðingum gerða sinna.
Bidensiminn sem tröllríður í fjölmiðlum þessa helgi eftir skrif Helgu er algerlega út úr kortinu og langt frá því að vera gagnrýni á skrif hennar. Því ber að fagna að menn eins og Eldar Ísidor komi fram og segi að skrif Helgu séu í góðu lagi. Komið fram að virðingu við aðra og skapið umræður í stað þess að ráðast á þá sem setja fram efni þótt þér líki ekki innihaldið.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.