18.4.2023 | 14:41
Stefna ESB - gerum vont verra
Sértrúsöfnuðurinn ESB skrifstofukratar gengur sem mest út frá sérhagsmunum eða sértrú en ekki það sem hentar almenningi. Nú samþykkja þeir reglugerð um losun í flugi og krefjast þess (undanlátssemi íslenskra alþingismanna) að Íslendingar taki upp sömu reglur.
Ekki þekki ég innihaldið til hlýtar en litlar þjóðir eins og Ísland er auðvelt að láta yfir sig ganga. Lufsurnar á alþingi er svo uppteknar af heilagleika ESB að lög þeirra eiga meira segja að ganga yfir stjórnarskrá okkar. Hvernig það samstenst út frá viðskiptasamningi er mér algerlega óskiljanlegt. Björn Bjarnason vill meina að þarna séu ekki árekstrar. Hvernig má það vera að stjórnarskrálög sem eiga að vernda rétt landsins, vera æðstu lög landsins, eigi að víkja fyrir EES lögum og það valdi engum árekstrum?
Jamm það eru mörg furðurökin í dag.
Staðfestu lög sem Ísland leggst gegn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvernig færðu út að einhver ætlist til þess að "ESB-lög" gangi framar stjórnarskrá? Hvar hefur það komið fram?
EES-samningurinn er miklu meira en bara viðskiptasamningur eins og þú virðist halda. Hann felur í sér sérstakt réttarkerfi sem skuldbindur ekki bara ríki heldur veitir einstaklingum innan þeirra ýmisleg réttindi. Samræming þeirra réttinda innan sameiginlegs markaðar er nauðsynleg svo að sá markaður geti talist sameiginlegur.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2023 kl. 16:40
Guðmundur þú lýsir í raun viðskiptasamningi. Hvernig þú færð það ekki út að 35 gr. sem segir að það eigi að taka EES reglur fram yfir íslensk lög feli ekki í sér að taka fram fyrir stjórnarskrálög er óskiljanlegt. Að taka eitthvað fram yfir á við um allt en ekki bara sumt.
Rúnar Már Bragason, 18.4.2023 kl. 19:33
Nei, þetta er ekki það sem bókun 35 segir. EES-reglur hafa ekkert lagagildi hér á landi eins og dómstólar hafa oft og ítrekað staðfest. Einmitt þess vegna þarf að innleiða þær með því að setja íslensk lög sem endurspegla EES-reglurnar. Þegar Alþingi hefur sett slík lög segir bókun 35 að þau íslensku lög eigi að gilda framar öðrum lögum ef árekstur verður þar á milli. Ekkert af þessu getur þó trompað stjórnarskránna en samkvæmt henni fer Alþingi með löggjafarvaldið (ásamt Forseta Íslands). Svo má hafa skoðun á því hvort þetta fyrirkomulag sé gott eða slæmt, sem jafngildir því að hafa skoðun á því hvort EES-samningurinn sé góður eða slæmur. En þá væri líka betra að koma bara hreint fram með þá afstöðu. Það þjónar engum málstað að byggja afstöðu til hans á ósannindum eða ranghugmyndum.
Guðmundur Ásgeirsson, 18.4.2023 kl. 19:50
Ég túlka þetta vítt en þegar innleidd eru lög frá öðrum rikjum og sett inn í íslensk lög þá toppar það öll lög. Það er ekkert íslenskt við slík lög og langt frá því sem EES samningur var kynntur fyrir Íslendingum. Ég byggi þetta líka á því að alþingismenn nenna ekki að setja sig almennilega inn í það sem þeir eru að samþykkja sem íslensk lög.
Textalega er þetta ekki alveg rétt en túlkunarlega ekki ósannindi.
Rúnar Már Bragason, 18.4.2023 kl. 20:04
Ég held að það sé í raun enginn vafi á að við höfum fullt sjálfstæði og rétt til að haga okkar málumm að villd.
Hitt er svo annað mál að þegar EES samningurinn var gerður þá sömdum við illilega af okkur.
Ef við innleiðum ekki ný lög og reglugerðir ESB þá er það brot á samningnum og gildir þá einu hversu illa hin nýju lög koma við okkur.
Við eigum þó alltaf þann kost að innleiða ekki hin nýju lög,en ESB er hreint ekki fyrirgefandi og við verðum þá að taka út refsingu.
ESB refsar alltaf þjóðum sem sýna minnstu tilhneigingu til sjálfstæðis ,og gildir þá einu hvort viðkomandi þjóð er innan ESB eða EES.
Þetta er því spurning um hvort maður vill vera hengdur eða skotinn.
Borgþór Jónsson (IP-tala skráð) 19.4.2023 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.