Er bókun 35gr. nátengd uppsetningu vindmylla?

Þessari spurningu er erfitt að svara nema vera innvinnklaður í stjórnmálin en sá grunur læðist ansi mikið að manni þegar viðbrögð eru skoðuð við seinkun innleiðingar þessar greinar.

Björn Bjarnason fer mikinn um vinnubrögð formanns nefndar að hafa seinkað þessu en hið rétta er að efnisgreinin hafði ekki fengið neina umræðu. Formaðurinn gerði rétt og þótt þetta sé í samningnum þá er rangt að setja þessa bókun óbreytta í gegn.

Guðlaugur umhverfisráðherra talaði ekki um þessa bókun á bls. 8 í Morgunblaðinu í dag en hins vegar harmaði seinkun Skeiða- og Gnjúpverjahrepps á vindmylluorkuveri í hreppnum. Hann hrekkur þessum orðum upp úr sér: "Við getum ekki beðið lengur eftir grænni orku. Þar liggur mjög á. Ef sveitastjórnir taka þessa afstöðu þurfum við að hafa fleiri kosti."

Það fyrsta sem truflaði mig er hvort að vatns- og gufuvirkjanir séu ekki græn orka? Guðlaugur er umhverfisráðherra sem lætur svona orð frá sér segir allt um hversu innvinklaður hann er í þessa baróna sem vilja setja landið aftur á hausinn (bankahrun var ekki nóg). Varla er það svo fjarlæg tenging að ætla að þessir aðilar hafi staðið á bakvið formannsframboð Guðlaugs.

Ekki orð um hver á að borga tengingarnar frá þessum orkuverum. Sem dæmi þá var ný lína sett inn til Akureyrar. Löngu tímabær aðgerð þar sem kvartað var yfir orkuskorti á svæðinu. Hvað gera Akureyringar? Jú þeir opna gagnaver sem skapa fá störf en tekur mikla orku. Þjóðin borgar tenginguna þar sem orkan er síðan ekki nýtt betur en þetta, að fleiri atvinnutækifæri fái að njóta betri tengingar.

Öll umræða og uppbygging vatnsorkuvera byggðist á hvernig ætti að nota orkuna. Með vindmylluorkuverum er sú umræða í skötulíki og helst á að þaga hana niður. Við eigum að byrja á réttum stað og svara spurningunni hvað ætlum við að gera við orkuna, síðan á að fara í uppbyggingu á orkuverum.

Hvenær ætla alþingis- og sveitastjórnendur að vinna í þágu framtíðar Íslands? Íslenska þjóðin græðir sárafá störf á að selja orkuna úr landi og það hjálpar lítið upp á framtíðarbúsetu í landinu.


mbl.is Lengsta umræðan um útlendingafrumvarpið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Meirihátta góðar "pælingar" og fyrir löngu tímabært að þessu sé velt upp...........

Jóhann Elíasson, 12.6.2023 kl. 11:05

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Takk Jóhann. Að fréttamaðurinn hafi ekki rekið í rogastans við þessu ummæli ráðherra sýnir bara að við höfum enga fréttamenn lengur.

Rúnar Már Bragason, 12.6.2023 kl. 15:06

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú hefur svo sannarlega lög að mæla, eins og svo oft áður..........

Jóhann Elíasson, 12.6.2023 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband