Eru Íslendingar að versla þarna?

Tek alveg undir með Láru að vissulega ætti að nota íslensku fyrst en síðan annað tungumá. Málið er að Íslendingar leita lítið þangað sem myndirnar eru teknar til að versla. Ef það sama ætti við um Kringluna eða Smáralind þá þyrftum við alvarlega að hafa áhyggjur.

Þannig séð er skiljanlegt að auglýsa á ensku þar sem nánast allir viðskiptavinir eru annað en Íslendingar. Sama tilhneiging er alveg sjáanleg í evrópskum borgum þar sem enska er mjög áberandi. Aannað mál er þegar farið er út fyrir borgarsvæðin.

Hins vegar hef ég gist á gistiheimili þar sem enginn starfsmaður talaði íslensku. Við getum alveg spurt okkur hvort það sé sættanlegt. Aðal spurningin ætti að vera: Hversu margir Íslendgar (íslenskumælandi)vinna í þessum verslunum og á þessum veitingastöðum?

Ferðamannasvæðið í 101 Reykjavík er einnig algerlega ofmetið sem verslunarsvæði fyrir Íslendinga. Sem veitingasvæði þá býður það upp á valkosti en þeim fjölgar sífellt sem er að finna víðar um höfuðborgasvæðið. Til að mynda á Kársnesinu í Kópavogi er kominn fínn veitingastaður. Sem uppalinn Kópavogsbúi hefði ég aldrei getað ímyndað mér veitingastað á því svæði.

Samt eiga verslunar og veitngafólk að nota íslensku fyrst og ensku eftir það.


mbl.is Getum sjálfum okkur um kennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir eru sennilega hættir því.

Ég nota sjálf það viðmið að ég sleppi því að fara inn á veitingastaði og verslanir sem hafa enga íslensku sýnilega utan á húsinu.

Það þarf ekki að sleppa ensku, pólsku, þýsku, frönsku eða hvaða tungumáli sem staðarhaldarar vilja hafa á auglýsingunum, matseðlunum og öllu öðru lesefni sem í boði eru.

Ég skipti bara ekki við aðila á Íslandi sem eru búnir að útiloka það að móðir mín og aðrir sem aldrei fengu tækifæri til að læra erlend tungumál geti verslað við þá.

Dagný (IP-tala skráð) 23.6.2023 kl. 12:59

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Alveg sammála þér Dagný en vandamálið, eins og ég reyni að benda á í færslunni, er að starfsmenn tala ekki íslensku. Þetta er ekki bundið við þennan geira, t.d. fjölgar sífellt starfsmönnum á hjúkrunarheimilum sem tala ekki íslensku.

Rúnar Már Bragason, 23.6.2023 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband