Vindmyllugarðar eru ekki til: Eru vindmylluorkuver

Svo virðist sem að hvalir við Ísland njóti meiri réttinda en hreindýr í Noregi. Ráðherra vildi meina að hvalir nytu meiri mannréttinda en aðrir fiskar. Þessa stjarnfræðilega vitleysu lét hún hafa eftir sér. Dómurinn í Noregi snerist um fólk þar sem Samar gátu illa sinnt ræktun á hreindýrum í kringum vindmylluorkuver.

Orðaskrípin vindmyllugarður, vindmyllulundur eiga enga tilvísun í málið og ætti samstundis að hætta notkun þeirra. Á norsku heitir þetta vindkrafverk þar sem vísað er til vinds og orku. Það er rétt heiti yfir þetta og á íslensku er bein þýðing vindmylluorkuver. Af hverju þessi feluleikur hvað er ætlast til með þessum vindmyllum? Lundur er eitthvað skjólsælt og fallegt en vissulega getur garður verið ljótur. Það er hvorki fallegt né skjólsælt við vindmyllur svo vinsamlegast hættið að nota tengingar við það þegar fjallað er um vindmyllur.

Fólk ætti að huga vel að því að eftir að þetta er komið upp er ekki auðvelt að losna við þetta.


mbl.is Loka vegi að vindmyllugarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband