Hvað er endurnýjanlegt við vindorkuver?

Nú vill orkuveitan fá að taka þátt í fjárglæfraleiknum með vindmylluorkuverum. Allt út frá endurnýjanlegri orku, en hvað er endurnýjanlegt?

Það eina sem nýtist endurtekið er vindur sem þrátt fyrir allt má ekki blása of mikið né of lítið til að geta aflað orku. Allt annað við vindmyllur er mengun.

1. Jarðvegur á svæðinu sem er nýttur eyðileggst allur því það þarf að gera sérstyrkta vegi að hverri vindmyllu. Steypa þarf hverja vindmyllu ofan í jörðina með húsi á við litla rafstöð. Sem sagt jarðvegurinn á svæðinu er ekki endurkræfur og ónýtur eftir uppsetingu.

2. Dýralíf þrífst illa í kringum vindmyllur sbr. nýlegan dóm í Noregi.

3. Sjónmengun er mikil og sést frá höfuðborgasvæðinu. Fjallasýn mun eyðileggjast.

4. Hljóðmengun í suð-austan og austan átt er vís til að trugla íbúa, sér í lagi í efri byggðum höfuðborgasvæðisins. Nú þegar finnst oft kísillykt frá Hellisheiðavirkjun.

5. Stálið í vindmyllur er oftast búið til í Kína sem nota kolaorkuver til þess. Spaðarnair innihalda plastagnir sem flagna af með tímanum og fer út í umhverfið.

6. Raflínur á Íslandi eru ekki gerðar fyrir miklar aukningu orku eins og þarna er sett upp. Hver á borga fleiri raforkulínur?

7. Þar sem orkan er óstöðug þá þarf vatnsorkuver til að viðhalda orkunni. Af hverju ekki að halda sig við vatnsorkuver sem dugar í 100 ár þegar vindmyllur duga í 25 ár?

Eina niðurstaðan sem hægt er að fá er meiri mengun út í umhverfið. Betur er heima setið.

 

Að lokum þetta eru ekki vindgarðar, þetta eru orkuver. Hættið þessum blekkingum.


mbl.is Vill reisa vindorkugarða í nágrenni Hellisheiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband