Þversagnir umhverfissinna um kolefnisjöfnun

Umhverfissinnar vilja minnka kolefnisspor og sjá einu leiðina til þess sé að minnka notkun á jarðeldsneyti. Þeir sem vilja ganga lengra vilja að fólk hætti að borða kjöt og þá líklega hætta að rækta dýr.

Rakst á frétt á visi.is um olíuleit Breta. Þar hefur Sunak staðið fyrir aukinni olíuleit í norðursjó. Með því vill að minnka kolefnisspor Breta. Umhverfissinar mótmæla og telja að hann hafi rangt fyrir sér.

Lítum nánar á málið:

- Með því að flytja ekki olíu þvert yfir hnöttinn hlýtur að sparast kolefnisspor því að sama notkun á eldsneyti þá bætist við flutningur.

- Svokallaðir endurnýjanlegir orkuvinnslr í vindmyllum og sólarsellum þýðir mikinn flutning á efni þvert yfir hnöttinn. Fyrir utan framleiðsluna sem notar mikið jarðeildsneyti, líklega mest í kolum.

- Þegar allt tekið saman þá hefur Sunak líklega rétt fyrir sér þótt ekki séu sýndir neinir útreikningar. Því má heldur ekki gleyma að jarðnæði í Bretlandi er takmarkað fyrir magn vindmylla sem eiga að veita orku til notenda.

Umhverfissinnar vilja ekki hlusta á önnur rök en hætta notkun jarðeildsneytis. Þeim er sama þótt gas sé nú flutt með stærra kolefnisspori en áður þekkist til Evrópu. Rökin eru of einhæf og þröngsýn hjá umhverfissinum til að ganga upp.

Við þurfum víðsýni til að ganga fram á við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband