Að standa með gildum

Ætla rétt að vona að danir standi í lappirnar og leyfi einstaklingum að tjá sig. Sú leið sem ríkisstjórnin vill fara er ekki annað en opnun á fleiri takmarkanir í þessa átt.

Minnumst þess að samfélagasmiðlar þeir byrjuðu smátt á takmörkunum sínum en sífellt var hert að þeim (af t.d. ríkisstjórnum) að herða skrúfuna og setja fleiri takmarknir á einstaklinga að tjá sig.

Jafnvel þótt 57 ríki vilji hafna tjáningu einstaklinga þá verða vesturlönd að standa í lappirnar og standa með þeim gildum sem sett hafa verið. Eitt það veigamesta er tjáningafrelsið sem hefur verið hampað sem gildi sem skilur vestræn ríki frá t.d. harðstjórnarríkjum.

Nú er verið smátt og smátt að þjarma að tjáningafrelsinu. Byrjaði með MeToo byltingunni og tókst á flug með Covid-19. Woke sinnar hafa einnig hert verulega að tjáningafrelsinu í nafni hatursorðræðu.

Fagna þessu framlagi stjórnarandstöðu dana og höldum gildum til að viðhalda frelsi eintaklinga.


mbl.is Hafna „neitunarvaldi ofstopamanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband