Er kominn tími á að banna rafbíla?

Þessi fyrirsögn er ekki komin frá mér heldur má finna á zerohedge. Fyrirsögnin er að benda á tvískilning í sambandi við rafbíla gegn notkun kjarnorku til raforku. Fyrir rúmum 40 árum átti sér stað slys í kjarnorkuveri í Bandaríkjunum þar sem umhverfissinnar fengu í gegn að hætta byggingu nýrra orkuvera sem styðjast við kjarnorku. Samt dó enginn í þessu slysi.

Nú vill svo til að á síðasta ári þá dóu 13 manns vegna bruna í rafbílum í New York einni. Miðað við fyrri forsendur um hættu vegna slysa í kjarnorkuverum þá ætti að banna rafbíla. Þeir eru jú hættilegir og valda slysum og dauða. Þetta sýnir svo vel ósamræmið í málflutningi. Hættan er til staðar en það er látið sem sé allt í lagi.

Það er einnig hægt að fara út í málefnið um hversu mikla mengun er að finna frá svokölluðum grænum lausnum, vindmyllum og sólarsellum. Hvortveggja yfirleitt framleitt með jarðeldsneyti svo að hin ímyndaða mengunarlausn er ekki til staðar fyrir heiminn. Ekki einu sinni á notkunarstað því þarf vararafafl til að standa að stöðugum straumi.

Það má líka tala um rafhlöðurnar og hvernig risatrukkur keyra fram og til baka til að frameleiða rafhlöðurnar. Auk þess sem ekki er til nóg hráefni til að framleiða allar rafhlöður ef skipta á út jarðeldsneytisbílum.

Mín skoðun er að rafbíla verða valkostur en aldrei neitt meira en það. Þegar allt er komið í óefni þá snýst þetta við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband