Hvaða rétt á ég sem skattgreiðandi?

Nú er í gangi raðfréttir á visi.is og rúv.is um svokallaða flóttamenn sem fá enga aðstoð lengur því þeir eiga ekki rétt á því. Þá hefst upp harmakvein að það þurfi að bjarga þessum einstakingum og sveitafélögin eigi að sjá um það. Þetta gengur svo langt að forstætisráðherra (af öllum) fær álit á minnisblaði um að sveitafélögin eigi að taka við fólkinu.

Reyndar er mjög vandséð að sveitafélögin eigi að gera það því skv. reglum þarftu að hafa átt fasta búsetum um tíma (held sé 2 ár) sem þessir svokölluðu flóttamenn hafa ekki. Að forsætisráðherra leggist svo lágt gegn þjóð sinni er erfitt að kyngja.

Ég sem skattgreiðandi í 40 ár hef ekki þennan rétt. Jú ég gæti farið á framfæri sveitafélagsins en ekki nema eftir að hafa misst íbúðina, bílinn og allt annað. Ég sem fráskilinn einstaklingur gat ekki fengið aðstoð, í smá tíma, því jú ég var skráður íbúðaeigandi. Mér er bara ætlað að borga skatta og helst meira þangað til ég svelt.

Þessi svokölluðu flóttamenn sem eiga engan rétt á aðstoð vilja ekki þiggja fé og fylgd úr landi. Hvers vegna á ég þá skattgreiðandinn að hafa áhyggjur af þessu fólki? Ef ég væri staddur í öðru landi, allslaus og í vandræðum, þá fengi ég enga aðstoð frá ríkinu. Ég gæti leitað uppi ræðismann eða sendiráð en ætti engan rétt á að ríkið myndi fæða mig eða veita mér skjól. Af hverju, jú ég borga skatta!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband