Skattaæði Kristrúnar Frostadóttur og fleiri

Loksins er komið smá skynsemistal um borgarlínu því ljóst hefur verið lengi að fjárhagslegar forsendur eru mjög vafasamar í kringum dæmið. Kristrún Flosadóttir og fleiri vilja bara fara skattaleiðina til að ná þessu.

Með því að skattleggja allt upp í rjáfur þá væri möguleiki að fjármagna borgarlínugerð en þá er eftir allur rekstrargrundvöllur. Hann hefur ekki verið reiknaður út. Hvernig á dæmið að ganga upp?

Annað gott skattadæmi er grein Þórólfs Matthíassonar í Morgunblaðinu í dag. Þar fjallar hann um að veiðileyfagjöld standi ekki undir kostnaði við sjávarútvegstengd gjöld hjá ríkinu. Þar með vill hann hækka gjöldin og skattana. Hins vegar dettur honum ekki í hug að hægt væri að ná jafnvægi í þessu með að skera niður ríkisútgjöldin s.s. eins og eftirlit með drónum (lögguleikur) eða endurskoðun á aðferðum hafrannsókna til að meta stærð kvóta.

Alltof margir þingmen og ráðgjafar þeirra leita eftir að hækka skatta í stað þess að hugsa hvernig megi fá meira fyrir þann pening sem til er eða skera einfaldlega niður í núverandi ástandi. Ríkisapparatið er alltof stórt og leiðir verðbólguna í landinu að viðbættum verkalýðsforingum.

Skattaæðið er komið á endastöð.


mbl.is Borgarlínan sett út af borðinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband