3.9.2023 | 15:06
Að fanga óreiðuna
Það hefur löngum verið ljóst að Svandís Svavarsdóttir er á móti landsbyggðinni og að fólk sem kýs að búa þar fái að bjarga sér. Alveg jafn ljóst er að veiðar smábáta í bæjum og þorpum kringum landið viðheldur byggð og það á ódýrasta máta. Ríkisstjórnin vinnur eftir byggðasjónarmiðum en af hverju vilja þeir þá ekki styrkja byggðir á sem ódýrastan hátt?
Óreiðan um að vita hversu mikinn fisk er hægt að veiða verður aldrei fengin með kvótakerfi. Slíkt kerfi virkar til að hemja aðild að miðum en ekki til að sjá hversu mikið er hægt að veiða. Þannig virkar kvótakerfið sem viðskiptamódel, sér í lagi þegar má veðsetja kvóta og selja aflaheimildir.
Að finna út hversu mikið magn má veiða mun Hafró aldei finna út eftir sínum aðferðum eins og þær eru stundaðar í dag. Þær eru ekki einu sinni nálægt því að sjá hversu mikið að fisk er í sjónum. Jón Kristjánsson skrifaði góða grein í Morgunblaðinu um þetta og af hverju Hafró missir alltaf sjónar af því hversu mikið er um æti í hafinu. Góð og gild grein hjá Jóni en hafið er samt flóknara. Þannig spyr ég af hverju eru ekki teknar inn fleiri breytur s.s. veðurfar, sjávarstraumar, hiti sjávar sem dæmi.
Af hverju er það svona flókið að leyfa smábátum að veiða kringum landið t.d. 200 daga á ári sem er jafn mikið og verkamaðurinn vinnur í launavinnu. Að leyfa smábátum að eiga 4 mílna landhelgina mun ekki hafa nein áhrif á kvótakerfið. Þetta er einfaldlega of lítill afli sé t.d. ákveðið að hafa tvær línur á bát.
Því miður sjá stjórnmálaemnn ekki heildarmyndina en telja sig ná stjórnun á óreiðu með höftum sem skila engu nema vonleysi.
Segja vinnubrögð ráðherra forkastanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svandís er kommúnisti.
Kommúnistar vilja völd, og þá helst til þess að eyðileggja.
Það er ekki flóknara en það.
Ásgrímur Hartmannsson, 3.9.2023 kl. 21:59
Svo virðist vera Ásgrímur og að viðbættu stofnunum sem vilja viðhalda sjálfum sér og skeyta engu um hvort árangur þeirra sé til heilla eða til hins verra.
Rúnar Már Bragason, 3.9.2023 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.