5.9.2023 | 20:41
Forsendubrestur fyrir fólk og fyrirtæki að ekki rísi brú í Fossvogi
Sjaldan heyrir maður jafn mikið rugl frá kjörnum fulltrúum. Að íbúar svæðisins eða fyrirtæki hafi sett sér þær forsendur að brú þyrfti að koma til að vera á svæðinu er frekar fjarlægur í huga þess sem þar sest að. Vel má vera að brúin geri eitthvað en að að hún sé forsenda búsetu er út úr öllu korti.
Þessi eilífa trú á hversu margir þurfi að halda í áttina að 101 og þar um kring er orðin ansi útkeyrð. Hvort sem það er bæjarfulltrúi Kópavogs eða borgarfulltrúinn báðir ofmeta þörfina að fara í 101 Reykjavík.
Bæjarfulltrúinn í Kópavogi ætti að lýsa betur hvernig strætó á að komast frá Hamraborg að brúnni. Núverandi hugmynd er að þvera Kársnesið og láta litlu börnin ganga yfir í skólann leiðina sem strætó á að keyra. Til að koma því almennilega fyrir, á einni helstu ökuleið af Karsnesinu, þarf að taka af lóðum og bílastæðum íbúa. Er enginn forsendubrestur þar á ferð?
Hugmyndin um göng skilar litlu nema það sé afleggjari í Smárann.
Kjánalæti kosinna fulltrúa í samgöngumálum höfuðborgasvæðisins virðist seint ætla að komast á vitrænar slóðir.
Ítrekar mikilvægi Fossvogsbrúar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.