Málefni fatlaðra notað til að fá meira af sköttum frá ríkinu

Málefni fatlaðra ber á góma þegar milliuppgjör koma fram með tapi í tveimur stærstu sveitafélögum landsins. Má vel vera að upprunalegi samningurinn sé ekki nógu góður og ekki nóg greitt með hverjum einstaklingi.

Málilð er samt ekki svo einfalt því bruðlið í þessum geira virðist aukast með hverju árinu. Þannig vill til að í íbúðakjörnum þá á hver einstaklingur að elda sér sjálfur með aðstoð starfsmanna. Vaninn var sá að starfsmenn fengu þá smá bita með til að borða með einstaklingi þar sem einstaklingurinn þurfi þjónstu allan sólahringinn. Í dag er það ekki þannig heldur er keyptur matur sérstaklega fyrir starfsmenn og þá skiptir engu máli hvað er keypt. Þetta er auðvitað bruðl á hæsta stigi og einfaldlega verið að nota málaflokkinn til að þrýsta á ríkið að greiða meira.

Sveitafélögin verða að líta sér nær og starfsmaður í litlu fyrirtæki fær varla steik í hvert mál, hvað þá að fá mat frá fyrirtækinu yfir höfuð á vinnutíma.

Launamál og hlunnindi á ríkis- og sveitastjórnarstiginu er komin út úr kortinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband