9.9.2023 | 00:08
Til hvers að stoppa gervigreind?
Gervigreind hefur verið mikið í umræðunni á þessu ári en samt er frekar óljóst hvað er átt við. Stundum er talað um sjálfvirkni, stundum um algórithma og stundu eitthvað annað. Ég er litlu nær um hvað gervigreind hefur gert svona mikið af sér eða sé svona mikil hætta fyrir mannkyn.
Þrátt fyrir sífellt meiri sjálfvirkni í framleiðslu þá fjölgar störfum. Hvernig fær þessi þversögn staðist? Ætti ekki störfum að fækka? Staðreyndin er sú að þrátt fyrir sjálfvirkni þá eru vélarnar ekki gallalausar frekar en gervigreindin. Eftir allt saman þá er þetta matað af einstaklingum og hvernig þeir ímynda sér að eitthvað verði vitrara en þeir sjálfir er auðvitað ekkert annað er fáránleiki.
Þrátt fyrir reiknigetu og hraða niðurstöðu þá þýðir það ekki endilega meira vit. Enda, eins og áður er sagt, matað af einstaklingum. Viðskiptamenn og vísindmenn sem óttast þetta hafa ekkert fram að færa.
Gervigreind mun bara skáka þeim sem vilja ríghalda í óbreytt ástand og hafa ekkert nýtt fram að færa. Þetta nýja sem mun koma fram kemur samt ekki frá gervigreind.
Gervigreindin verður ekki stöðvuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Úrkynjun skemmdi gervigreindina, krypplaði hana.
Hún skilaði áhugaverðum niðurstöðum áður en það var gert, niðurstöðum sem fólk gat notað, niðurstöðum sem fólk bað um.
En það mátti ekki.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.9.2023 kl. 16:52
Hættan skapast þegar (ef) gervigreindin verður nógu háþróuð til að endurbæta sjálfa sig og verða enn háþróaðri og endurtaka það svo aftur og aftur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.9.2023 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.