1.10.2023 | 19:05
Rafhlaupahjól eru rúllandi stórslys
Hlaupahjól eru ekki hönnuð til að vera rafhjól. Þau ganga alveg upp þegar önnur löppin sér um að knýja hjólið áfram. En þegar rafbúnaði er bætt við og staðið er á hjólinu þá er slysahætta allveruleg og oftar en ekki stórslys þar sem oftast hendist einstaklingur fram á við. Þá getur verið fátt um bjargir þar sem hendurnar halda um stýrið.
Með réttu ætti að banna þessi hjól og endurhanna þannig að þyngdarpunkturinn færist aftar svo meiri líkur séu að einstaklingar sem noti hjólin lendi til hliðar.
Ótrúlegast er samt að allt fólkið sem vill banna hitt og þetta í nafni mannúðar, það heyrist ekki baun í þeim um þessi rafhlaupahjól.
Sólveig kom að skelfilegu rafhlaupahjólaslysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.