Hitatölur einar og sér segja lítið um loftlagsmál

Þessi frétt (eða réttara sagt áróðursfrétt) segir frá því að aldrei hafi mælst hærri hiti á Spáni í Október. Gott og vel ekkert út á það að setja enda einungis tölur teknar af mæli. Getur verið að meira hafi verið byggt í kringum mæla, meiri gróður, meira skjól eða endurvarp á sólaljósi sem hefur áhrif á hitamæli. Það er niðurlagið sem eyðileggur alveg boðskapinn þegar þarf að staðhæfa að skógareldar séu að aukast þrátt fyrir að opinberar tölur segja allt aðra sögu. Enda er staðhæfingin sett fram án allrar tilvitnunar nema að ónefndur sérfræðingur segir svo vera.

Rökleysan í málflutningnum um loftlagsmál kemur vel fram í þessari grein á vísi þar sem fjallað er um Torfajökul og spáð að hann hverfi á næstu 2-3 áratugum. Þarna er rætt við jöklasérfræðing sem lýsir hvernig jökulinn minnkar vegna aukins hita. Samt sem áður þá minnkar rigningin ekki sem gæti þýtt að lækki hitastig aftur þá snjói meira, ekki satt?

Þversögnin í málflutningnum er að horfa á ferli sem línulaga. Algengustu mistök sem gerð eru þegar horft er í tölfræði. Það er hægt að finna línulega fylgni en hún sýnir okkur ekki sveiflur sem verða á tímabili. Segja má að það sem fer upp fer aftur niður en með málflutningi um sífellt heitara, meiri þurrkur, óveður og svo framvegis er verið að taka línulegt samband og áætla. Því miður getur línulegt samband ekki spáð fyrir um framhald en getur gefið vísbendingu. Af hverju setja menn þá þessar vísbendingar sem dauðadóm eða útrýmingu eins og í greininni á vísi.is.

Þegar horft er svona neikvætt á hlutina þá missirðu af hinu jákvæða sem hefur gerst. Mannkyn í dag hefur það miklu betra en fyrir öld síðan þrátt fyrir hærra hitastig. Hvernig væri að fjalla um það?


mbl.is Hitabylgja á Spáni slær met
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Þú talar um vísindi eins og kolefnistrúarmö0nnum sé ekki nákvæmlega sama um vísindi.

Þeir vilja bara að þú hættir að keyra, sveltir, frjósir og deyjir.

Þannig bjarga þeir plánetunni.

Rök bíta ekki á þessa menn.

Ásgrímur Hartmannsson, 3.10.2023 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband