5.10.2023 | 12:12
Þjóðverjar opna kolaorkuver - er hamfarhlýnun lokið?
Hér er frétt um að Þjóðverjar ætli að opna aftur kolaorkuver. Þeir virðast sjá ljósið eða réttara sagt vilja hafa ljós í vetur. Raunsæið er að kenna þeim að orkuleysið er að gera út á við þjóðina og þeir hafi verið hafðir að fíflum með grænni stefnu.
Afleiðing stefnunnar um grænni orku og hreinna andrúmsloft hefur skilað hreinna andrúmslofti og það með því að nota meira af olíu og kolum. Vissulega er hreinna andrúmsloft betra en reykmettað en af hverju getur fólkið á bakvið grænu stefnuna viðurkennt breytingarnar?
Því er stöðugt haldið fram um hamfarahlýnun og mengun eins og ekkert hafi áunnist síðust áratugi. Þetta er rangur málflutningur og er að valda því að fólk hverfur frá boðskapnum. Sem er í finu lagi því boðskapurinn er rangur. Notkun á jarðeldsneyti drepur ekki jörðina heldur bætir líf á jörðinni.
Í bókinni Fossil Future eftir Alex Epstein fjallar hann um jákvæða notkun á jarðeldsneyti og við ættum að auka (og munum) notkun þess. Finnst bókin reyndar frekar leiðinleg, of mikið um endurtekningar. Innihaldið er samt gott og hann færir góð rök fyrir máli sínu. Jarðeldsneyti skilar betri lífi en án þess.
Staðreyndin er sú að öfgar skila tímabundið ákveðinni niðurstöðu en til lengdar tekur raunsæið og raunveruleikinn við. Öfgafull græn stefna er helferðastefna sem mun ekki skila neinu nema sundrung og erfiðu lífi.
Jákvætt skref hjá þjóðverjum höldum okkur við ódýra og skilvirka orku.
Uppfært 13:23
Rakst á þessa frétt á visi.is sem endar á þessari setningu:
"Sérfræðingar segja veðurfarsbreytingar hafa gert flóð tíðari á norðanverðu Indlandi, þar sem jöklar séu að bráðna sífellt hraðar."
Sá sem ekki sér rökvilluna í þessu ætti að leita sér hjálpar til að læra lestur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.