9.10.2023 | 10:45
Skaðræði heft málfrelsis
Á Akureyri virðist stíf stefna um að hefta málfresli, sér í lagi kennara. Frægt er þegar Snorri í Betel var rekinn ólöglega vegna bloggskrifa. Nú er annar kennari hrakinn af formannsstól í kennarasambandi. Hvers vegna kennarinn, Helga Dögg Sverrisdóttir, má ekki skrifa um trans málefni og vitna í greinar frá öðrum löndum til að sýna fram á að málefni er ekki einhliða. Þetta virðist fara ákaflega illa í suma sem nota afl sitt að hrekja í burtu en auðvitað þagga ekki í henni.
Það má svo sem efast um að gjörningurinn sé löglegur því yfirleitt þarf dagskrá fundar að liggja fyrir tveimur vikum fyrir fund og hvernig á þá að vera hægt að bera upp breytingatillögu og kjósa á sama tíma?
Þetta er samt vel í anda útskúfunar sem notuð er á þá sem setja efann á stefnu í trans málum. Sú leið að takir þú ekki þátt í stefnu trans málefna þá ertu útskúfaður. Ljót framkoma og er ekkert annað en ofbeldi.
Athugasemdir
Mér sýnist að foreldrar barna undir 16 þurfi að vara að fylgjast mjög vel með hvað er að gerast í skólanum.
Illa lýst mér nefnilega á liðið sem er þar við völd.
Ásgrímur Hartmannsson, 9.10.2023 kl. 16:45
Ef línan er að ekki megi tjá sig fyrir utan skólann þá er eitthvað mikið að og eðlilegt að vantreysta þeim sem ýta undir það.
Rúnar Már Bragason, 9.10.2023 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.