Á hvaða sumbli er Gulli loftlagsráðherra

Guðlaugur Þór sér um loftlagsmál í ríkisstjórn landsins og virðist ekki vita hvað snýr upp né niður í þessum málum. Hér má sjá samantekt af ræðu ráðherra á fundi Landsvirkjunar.

Hann staðhæfir að Ísland þurfi að standa við Kyoto bókunina þótt ansi mörg önnur lönd sleppi eða ætla ekki að standa við hana. Hverjum á að borga er svo eitthvað sem enginn veit. Þar kemur fram að við þurfum að ná niður um 40% til að standa við skuldbindinguna.

Nú vill svo til að við virðumst vera auka útblástur og hann nefnir fiskimjölsverksmiðjum, húshitun og bíla. Gleymir því auðvitað að enginn kvóti hefur verið gefinn út fyrir loðnu svo næsta ár gæti snarminnkað útblástur. Loks nefnir hann bíla sem eru með 6% af útblæstrinum og mest selst af rafbílum hér á landi. Hvernig jókst þá útblástur bíla? Líklega með fleiri ferðamönnum en hann minnist ekki orði á flugið sem er einna stærsti útblásturaðilinn í öllu dæminu.

Loks vill hann meina að við þurfum að kaupa kvóta ef við lækkum ekki meira en talar ekkert um að hætta sölu kvóta frá landinu. Hvað ef við hættum að selja kvóta úr landi, hversu nálægt erum við þá þessum markmiðum?

Allt sem hann segir þarna er gott dæmi um hversu grunnhyggið loftlagsmálin eru. Það er talað um þau eins og séu eyland þar sem sumt hefur afleiðingar en ekki annað. Heildarmyndin er ekki til staðar.

Innantómt þvaður í ráðherra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mig grunar að hann fái prósentur fyrir þennan kvóta.
Þú veist, 10% for the big guy.
Þetta er ekki eðlilegt rigl í honum annars.
Og þó... gæti verið sækó... ekki hægt að útiloka...

Ásgrímur Hartmannsson, 11.10.2023 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband