15.10.2023 | 02:16
Fólksfækkun í minnkandi heimi
Lengi vel var látið sem fólksfjölgun í heiminum væri óendanleg en upp úr aldamótum breyttist aðeins tónninn og talaðum hámark 2050. Sú spá virðist ekki vera að rætast og að hámarkinu sé náð og fólksfækkun sé orðin staðreynd. Enn sem komið er fæðingatíðnin rétt yfir 2,1 en er í frjálsu falli síðustu 10 ár og fer líklega niður fyrir það fyrir 2025.
Afleiðingin er að fólki fækkar í heiminum og t.d. í Kína var fólksfækkun í fyrsta sinn í marga áratugi (sjá hér). Japan hefur lengi glímt við lága fæðingatíðni og einnig Evrópa. Nú vill svo til að afar fá lönd hafa fæðingatíðni yfir 2,1 sem er náttúruleg fjölgun.
Spyja á sig hverju valdi en einmitt lokanir í Covid höfðu þær afleiðingar að fæðingatíðni lækkaði mikið og reyndar þvert á spár sérfræðinga. Sem reyndar er ekkert skrýtið því slík stefna gefur fólki enga von.
Vonin um betra líf er það sem ýtir undir fæðingatíðni en í dag er fátt sem ýtir undir spennandi líf. Fyrir því eru nokkrar ástæðaður og þær eiga við um allan heiminn:
- Fjölmiðlar eru sífellt að spá hamförum og dauða jarðar vegna loftlagsmála.
- Stofnanir ríkja og alþjóðastofnanir taka undir spár hamfara.
- Efnahagskerfi heimsins hefur ekki komið með nýjungar í orku eða flutningum í lengri tíma.
- Orka verður sífellt dýrari sem letur fólk til að hagnýta sér hana almennilega.
- Þjóðríki verða sífellt stofnanavæddari sem ýtir undir stöðnun á núverandi ástandi (hnignun)
- Efnahagskerfi sem kemur ekki með nýjungar í orku eða samgöngum er minnkandi kerfi.
Þetta mun gerast á löngum tíma og við munum ekki sjá neitt dramatískt á næstu árum. Þetta eru svo smá skref að við munum líklega ekki sjá breytingu næstu 30 árin í það minnsta. Það er samt vandséð að við komumst eitthvað áfram þe. að stækka aftur nema nýjungar í orkumálum komi til. Framfarir verða ekki nema með ódýrri orku og með því að hafna notkun hennar liggur leiðin niður á við.
Mín spá er reyndar að þjóðríki munu hverfa frá þessari dýru orkustefnu með vindmyllum og sólarorku. Það mun samt ekki vera nóg til að breyta niðurstöðunni um minnnkandi umsvif efnahagslega. Fólki fer fækkandi í heiminum og það verður svo dýrt að reka kerfin sem verða ekki sjálfbær. Sjálfbærnimarkmið sameinuðu þjóðanna er einmitt til þess fallin að minnka umsvif þjóðríkja enda gott dæmi um stofnanavæðingu.
Kannski er þetta eðilegt náttúruval!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.