30.10.2023 | 10:37
Er von á viðvarandi verðbólgu vegna fastra vaxta húsnæðislána
Í þessum mánuði þá hækkaði seðlabankinn ekki vexti hjá sér en það gerðu hins vegar tveir bankar. Talað hefur verið um að hækkandi vextir hafi áhrif á verðbólguna vegna reiknaðaðar húsaleigu og það kemur vel í ljós í þessari mælingu.
Þessir bankar hækkuðu vexti vegna endurfjármögnunar þe. tilfærslu yfir á verðtryggð lán vegna breytinga á lánum með föstum vöxtum (sögðu samt ekki frá því). Nú býður risa pakki þar sem lán með föstum vöxtum er komin að breytingu sem þýðir að það þarf að endurfjármagna allan pakkann. Ef seðlabankinn ætlar að halda þessu vaxtastigi og bankarnir eiga ekki fyrir endurfjármögnun þá erum við að horfa fram á háa verðbólgu á næstu árum.
Þetta er í annað sinn á þessari öld sem bankarnir fá að veita lán sem þeir geta ekki staðið undir að endurfjáragna. Fyrst voru það gjaldeyrislánin, sem endaði með hruni bankanna, og nú eru það lán með föstum vöxtum. Skiptir engu máli um hertari reglur og eina ríkisstofnunina enn.
Þetta samspil vaxta og reiknaðar húsaleigu verður að rjúfa ef ekki er ætlunin að lenda í langtíma hárri verðbólgu.
Verðbólgan lækkar örlítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það sem þú kallar "gjaldeyrislán" hjá gömlu hrunbönkunum voru það alls ekki. Þetta voru lán í íslenskum krónum með ólöglegri verðtryggingu (sem miðaðist við gengisvísitölur).
En ég er hjartanlega sammála þér reiknuðu húsaleiguna sem inniheldur húsnæðisvexti. Meira en helmingur hækkunar vísitölu núna er vegna þessa eina liðar, sem sýnir glögglega að vaxtahækkanir seðlabankans eru beinlínis að auka við verðbólgu. Þannig eru aðgerðir sem er sagt að eigi að vinna gegn verðbólgunni í rauninni verri heldur en verðbólgan sjálf.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2023 kl. 14:30
Það er rétt Guðmundur, ég stytti mér óþarflega mikið.
Má ekki líka spyrja sig til hvers þess liður sé inni eða jafnvel húsnæði yfir höfuð. Miðað við hvað húsnæðismarkaðurinn hefur kólnað þá er skrýtið hversu mikil áhrif hann hefur á verðbólguna þrátt fyrir mikinn samdrátt. Samkvæmt öðrum lögmálum, þe. neytendur kaupa minna, þá lækkar verðbólgan.
Auk þess má spyrja sig til hvers vextir á húsaleigu. Ekki eru leigjendur að taka lán fyrir leigunni.
Rúnar Már Bragason, 30.10.2023 kl. 18:58
Sæll. Ég get kannski útskýrt þetta aðeins.
Húsnæðisliðurinn í vísitölunni inniheldur ýmsa undirliði, þar á meðal greidda húsaleigu og hins vegar "reiknaða húsaleigu". Greidd húsaleiga er samkvæmt orðanna hljóðan sú leiga sem leigjendur greiða fyrir leiguhúsnæði. "Reiknuð húsaleiga" er liður sem á samkvæmt kenningum Hagstofunnar að leggja mat á kostnaðinn við að búa í eigin húsnæði. Sá liður samanstendur annars vegar af húsnæðisverði og hins vegar vaxtakostnaði sem tekur mið af vaxtakjörum á verðtryggðum húsnæðislánum. Þannig koma vextirnir inn í þetta.
Það sem er frábrugðið á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd er þessi liður sem heitir "reiknuð húsaleiga". Í fyrsta lagi er della að hafa húsnæðisverð inni í þeirri stærð því kaup á húsnæði er ekki neysla heldur fjárfesting. Í öðru lagi er della að miða vaxtakostnaðinn eingöngu við verðtryggð lán þegar meirihluti húsnæðislána eru orðin óverðtryggð og þar til nýlega hafa þau verið með lægra raunvaxtaígildi sem hefði átt að leiða til lægri verðbólgu en ella, en gerði það ekki vegna þess að það er ekki inni í mælingunni. Í þriðja lagi er della að hafa vaxtakostnað yfir höfuð inni í vísitölunni, því eins og sést núna eru vaxtahækkanir seðlabankans sem hafa það yfirlýsta markmið að draga úr verðbólgu farnar að hafa áhrif til hækkunar á þeim lið og auka þannig við verðbólgu sem fer þvert gegn markmiðiðinu. Það skapar einn af fjölmörgum vítahringjum sem felst hinu séríslenska samspili verðtryggingar og rangra verðbólgumælinga.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.10.2023 kl. 21:47
Takk fyrir skýringuna Guðmundur og þetta lýsir vel afhverju vísitala án húsnæði lækkar en vísitala með húsnæði hækkar. Er alveg sammála þér að húsnæðisliður er alltof fyrirferðamikill í vísitölumælingum.
Rúnar Már Bragason, 30.10.2023 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.