22.11.2023 | 08:48
Forstjóri Betri samgangna blæs alla gagnrýni af borðinu
Nú hefur komið mikil gagnrýni fram um fyrirhugaða brú yfir Fossvoginn. Hönnun þykir of dýr og nú kemur Ellert Már fram og beinir sjónum að hvar gönguhlutinn sé staðsettur á brúnni.
Réttilega bendir hann á að gönguhlutinn austan megin á brúnni leiði til þess að gangandi vegfarandur missa sól og geti ekki séð sólsetrið af sama krafti sé gönguhlutinn vestan meginn. Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi hefur tekið undir þessa gagnrýni.
Þá kemur hinn mikli, já borgarstjóri, forstjóri Betri samgangna fram á sjónarsviðið. Davíð Þorláksson, forstjórinn, segir að ekki komi til greina að breyta hönnuninni og að hönnunin sé algerlega úthugsuð.
Hvað á maðurinn eiginlega við? Hefur hann ekki betri innsýn í hönnun að besta hönnun er lifandi fyrirbæri sem á sér stað allt fram að lokaútfærslu verks. Þessi hroki opinbers starfsmanns er góð áminning um þörfina að minnka opinber kerfi. Sem opinber starfsmaður ber honum að fara vel með almannafé en hann vill sóa því, eins og enginn sé morgundagurinn, án þess að greiðendur hafi nokkuð um það að segja. Hversu langt er hægt að fara út fyrir valdsvið sitt?
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem já borgastjóri blæs á gagnrýni og reynir að upphefja borgarlínu sem frábært fyrirbæri. Á sama tíma heyrist ekki múkk um kostnað við að reka fyrirbæri eða hvað þá að nefna hver eigi að borga.
Að ógleymdu varðandi þessa brú þá liggur ekki enn fyrir hvernig Kópavogur ætlar að útfæra keyrsluleið strætó að brúnni. Hvers eiga börnin gangandi í skólann, garðeigendur og önnur umferð að gjalda?
Þessi brú er stór mistök.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.