Vanhugsaðar fantasíuhugmyndir

Í þessari kynningu á stokk um Sæbraut kemur vel í ljós hversu miklar fantasíur hafa verið í gangi hjá Reykjavíkurborg varðandi stokk. Þeir héldu að þarna væri komið stórkostlegt svar við lóðaskorti (ímynduðum) en vakna upp við að líklega skili þetta fáum lóðum.

Umferðalega er erfitt að sjá að stokkur bæti umferð niður Ártúnsbrekkuna vegna þess hversu þröng innkomann er í stokkinn þegar komið er úr brekkunni. Ekki er gert ráð fyrir þriðju akreininni til þess. Ein ódýr leið úr þrengingum þarna, fyrir utan að taka ljósin við Knarrarvog, er að setja brú fyrir þá sem koma af Breiðholtsbrautinni og yfir þá sem fara niður á Breiðholtsbraut. Þannig minnkar stíflan sem sífellt myndast þar. Hins vegar leyfir Reykjavíkurborg engum að hugsa í lausnum.

Stokkur um Miklubraut er álíka mikil fantasía og vel hægt að bæta öryggi gangandi með göngubrú.

Fantasíur eiga heima í skáldsögum en ekki í stjórnkerfinu.


mbl.is Miklabraut í stokk eða göng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband