25.11.2023 | 15:56
Eitt prósent ríkustu spúa meira kolefni en tveir þriðju mannkyns
Þessi fullyrðing kemur í grein á zerohedge byggt á sænskri rannsókn. Þetta er mjög athyglisvert því flokkar sem kenna sig við jöfnuð hafa tekið kolefnistrúna svo alvarlega en eru í raun að ýta undir ójöfnuð. Þau eru að upphefja þetta eina ríka prósent gegn öllum hinum sem eru bæld niður með öllum aðgerðum í kolefnistrúarsporinu.
Ef kolefni væri svona mikið vandamál þá ætti Davos fundur WEF ekki að spúa á 4 dögum jafnmikið og allur bílafloti landsmanna. Svo mikil er hræsnin í þessu að það verður sífellt ótrúlega að einhver leggi þetta málefni fyrir sig. Hér eru þeir ríku að bæla niður hina fátæku.
Öll skattlagningin sem hefur fylgt þessu bitnar líklega verst á millistétt enda er sú stétt á hraðri útleið.
Hvernig fengu flokkar sem vilja upphefja hinu fátæku þá glóru að ýta undir með hinu ríku myndi koma á meira jafnvægi? Vissulega er gott að hafa eitthvað nógu fjarlægt venjulegu fólki, tala um að það sé svo flókið og að sérfræðingar vita alveg hvað þeir eru að tala um. Umpólun jafnaðarfólks (vinstri stefnu) er ekki ósennileg enda lýsti George Orwell þessu vel í Animal Farm. Sumir eru jafnari en aðrir.
Þeir sem trúa að Kristín skattadrottninga hugmyndasmiður hafi einhverjar lausnir í íslenskri pólitík eru að fara villur vega. Lægri skattar (afnema kolefnisgjald á eldsneyti) og minni ríkisbúskapur er svarið. Falla frá kolefnistrúarkirkjunni og koma á venjulegu lífi.
Ætla ekki að spá neinu en tel samt að innantómur hljómurinn í kringum kolefnistrúarkirkjuna sé á undanhaldi.
Þetta lag á vel við um efni dagsins (Fall on me - REM). Sýruregnið sem átti að eyða heiminum en enginn talar um í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.