28.11.2023 | 10:57
Trúir fagstjóri Matís á fljúgjandi bíla?
Fagstjóri hjá Matís fer mikinn og nánast heimtar að fólk hætti að borða kjöt. Hvers vegna?, jú vegna loftlagsins. Þegar greinin er lesin í Morgunblaðinu þá er þetta klippt og skorið frá WEF að korn, baunir, ber, ávextir og pöddur séu framtíðarmatur okkar.
Þessi spá hans minnir mikið á spár frá 5 áratug síðustu aldar þegar menn trúðu á fljúgandi bíla. Eins og við vitum þá stóðust þær spár ekki.
Hann gefur sér að mannkyni fjölgi svo mikið að ekki sé nógur matur til fyrir alla. Hins vegar er fátt sem bendir til að ekki sé nógur matur en hins vegar er honum frekar misskipt á milli fólks. Réttilega bendir hann á matarsóun sem gæti bætt ýmislegt. Hið rétta væri frekar að nota afganga en að krefjast þess að þeim sé hent. Við það skapast ákveðinn matur sem hægt er að nýta og þannig minnka nýjan mat sem gæti hjálpað fagstjóranum í loftlagskrísu sinni.
Hann talar líka um fjölgun mannkyns og vill að þetta gerist um 2050 eða eftir aldafjórðung. Raunsæið er lítið og satt að segja lítur frekar út fyrir fækkun mannkyns upp úr 2050 en fjölgun út í hið óendalega.
Það má hafa gaman af spádómum framtíðar en ekki vildi ég þurfa að standa frammi fyrir því hvað kemur í ljós hvernig málin verða 2050.
Belgjurtir og korn eru matur framtíðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf, fyrir hagsmuni þjóðarinnar, að finna alla þá sem rausa um "loftlsgamál" og "loftslagsbreytingar" og annað í þeim dúr, og senda þá til Svalbarða, aðra leiðina.
Þetta eru költistar. Það sem þeir boða er trúvilla.
Ásgrímur Hartmannsson, 28.11.2023 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.