Lesskilningur barna - sendum foreldra á námskeið

Núna er sjokk í gangi yfir lélegum lesskilningi barna og skólum kennt um (að vissu leyti rétt). Hið rétta er að allur lærdómur hefst heima hjá þér og þegar foreldrar eru svo uppteknir í símanum að þá apa börnin auðvitað eftir því.

Hver hefur ekki tekið eftir að fara á veitingastað og sjá foreldrana í símanum lengur en börnin. Þetta er bara mun algengara en flestir myndu vilja viðurkenna.

Ekki því að breyta að orðaforði og skilningur unga fólksins er greinilega minni en þeirra sem ólust upp á 9 áratugnum. Skýring gæti verið hversu mikið er lesið á ensku en einnig lítið lesið sér til gagns. Of mikið af lesefni er dægrastytting t.d. grein um fótbolta. Þær eru oft einfalt mál og líka æði oft illa skrifaðar. Enda á þetta ekki að vera háfleigt orðað og einungis verið að segja frá atburðum.

Með því að lesa svona mikið af textum af atburðum þá missir lesandinn af flóknum orðum, samsettum orðum og skilning hvernig hægt er að oft að finna merkingu orða í samsetningunni. Tökum sem dæmi orðatiltækið að vera í fararbroddi. Þið getið bókað að margt af ungu fólki á erfitt með að skilja þetta.

Legg til í næstu Pisa könnun að gerð verði samskonar könnun fyrir foreldra barnanna til að bera saman hvers vegna lesskilningur er svona lélegur. Tilgátan er sem sagt að lélegur lesskilningur er afleiðing hvernig foreldri kennir barni að lesa eða sé fyrirmynd í lestri efnis sér til gagns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

 Ég er á því  og hef verið í mörg á "OKKUR VANTAR SKÓLA MEÐ AÐGREININGU" og svo eiga innflytjendurnir að vera sér  þangað til þeir eru orðnir færir um að fylgja jafnöldum sínum eftir í námi.....

Jóhann Elíasson, 6.12.2023 kl. 15:40

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það gett ágætlega að fá krakkana til þess að lesa Harry Potter.

Bróðir minn las Eragon, veit ég.  Það er nú meira torfið...

Allt þýdd verk.  Það er eins og íslenskir höfundar geti ekki skrifað barnabækur.

Ég reyni... https://www.amazon.com/dp/B0CFZJK7DC

Ég las Ármann Kr.  Hann var fínn.  Allt annað var bara Bob Moran og eitthvað slikt.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.12.2023 kl. 16:44

3 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Jóhann Bretum gekk illa með svona aðgreiningu og hættu henni. Hins vegar finnst mér vanta sveigjanleika í nám þar sem ýtt er undir áhuga. Sammála þér að íslenskukennsla er ekki sú sama fyrir móðurmál og sem annað tungumál, því þarf að breyta þótt krakkarnir séu ungir.

Ásgrímur þýðingar eru á sömu leið og fjölmiðlar - það tímir enginn að púkka almennilega upp á þetta. Skoðaðu upprunalegu þýðingar á Tinna og þýðingar í dag.

Rúnar Már Bragason, 7.12.2023 kl. 15:40

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég man vel eftir þýðingum fyrir langa löngu.  Þeir áttu til að stytta og staðfæra.  Ég veit þeir styttu "The Bourne Idebtity" um 100+ síður.  Skilst að það hafi alveg mátt gerast.  Sumir af þessum gaurum voru listamenn.

Svo voru vafasamari þýðinga inn á milli, til dæmis þá eru þýðingar Andréss á Alistair MacLean oft skoplegar.

Nú til dags les ég þetta beint á ensku.  Hef ekki nægan áhuga á þessu sem er nógu vinsælt til að fá þýðingu.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.12.2023 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband