Hvenær er draumurinn úti?

Láttu drauminn rætast eru orð sem flestir myndu hvetja mann til. Ég lét til leiðast og elti draum minn og gerði að veruleika. Draumurinn var að stofna fyrirtæki út frá eigin hugmynd. Ég kom upp með hugmynd að vefsíðu (www.hughrif.is) þar sem notendur gætu skrifað eigin umfjöllun um tónlist. Við vinnslu hugmyndarinnar var efnið útvíkkað og ákveðið að hafa einnig möguleika á að skrifa um tónleika, kvikmyndir, sjónvarp, bækur, ferðalög og ýmislegt annað.

Það gekk reyndar ekki þrautarlaust að láta smíða vefsvæðið þar sem fyrirtækið, sem ég fékk til þess, stóð ekki við sinn hluta. Verkið dróst óheyrilega og endaði með að vera 6 mánuðum á eftir áætlun. Ekki var það nú látið slá sig út af laginu og vefsíðan auglýst. Í byrjun var gert ráð fyrir að prófa að selja áskrift en enginn hafði áhuga á því. Vefsíðunni var þá breytt í fría áskrift en enginn peningur til að auglýsa hana eða tími til að sinna markaðsstarfi á annan hátt.

Nú 8 mánuðum seinna hefur vefsíðan ekki orðið sá vettvangur sem mig dreymdi um, að verða að mínu fyrirtæki. Engar tekjur hafa skilað sér og fáir sýnt áhuga að skrifa á vefsvæðið. Því læðist sú hugsun að  hvort að draumurinn sé ekki úti. Kominn tími á að viðurkenna að þetta gekk ekki upp og leggja árar í bát.

Þá hugsa ég til þeirra sem segja að láta drauminn verða að veruleika. Jim Rohn er einn af þeim og hann segir að öll gerum við mistök og við þurfum að koma þessum mistökum í aga til að gera þau ekki aftur. Hann segir einnig að viska lærist ekki án vonbrigða og að lokum að með því að eltast við draum sinn þá verður þú önnur persóna en í dag. Auðvitað mun ég alltaf græða eitthvað á þessari síðu, ef ekki peninga þá mikinn lærdóm og reynslu sem nýtist í framtíðar verkefni.

Ég ætla ekki að gefast upp strax og hughrif.is fær að lifa lengur þar sem ég ætla að berjast og gera það að lifandi og góðri síðu. Draumurinn er ekki úti - þetta tekur bara lengri tíma að verða að veruleika. 

"Success is failure inside out" 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband