9.12.2023 | 13:08
Vindmyllum lætt inn
Morgunblaðið í dag fjallar um að inn á samráðsgátt stjórnvalda sé frumvarp um að koma vindmyllum framhjá rammaáætlun. Þetta eru mjög vondar fréttir enda margt í fréttinni sem stangast á við raunveruleikann.
Þannig er haldið fram vindmyllur þurfi styttri undirbúnings- og framkvæmdatíma en aðrar virkjanir, án þess að þetts sé skýrt nánar í fréttinni. Hvað hafa menn þá verið að gera sem eru að undirbúa þetta undanfarin ár?
Þeir bæta svo við að vindmyllur hafi minni óafturkræf áhrif en aðrar virkjanir! Hvernig þeir fá það út veit ég ekki en Gunnar Heiðarson lýsir mjög vel hversu mengandi vindmyllur eru í raun. Þar kemur vel fram plastmengun og jafnvel mengun í jarðvegi sem virðist fara framhjá þeim sem leggja fram frumvarpið. Vita þessir menn ekki að það þarf að steypa niður hverja vindmyllu sem er á stærð við vinnuskúr. Hvernig mengar það ekki jarðveginn?
Að lokum þá viðurkenna þeir að þetta fari best með vatnsvirkjunum og sé helst ekki langt frá núverandi dreifikerfi. Með öðrum orðum þá á vatnsvirkjunin að bæta upp tapið þegar ekki er hægt að nota vindmyllurnar og þeir vilja ekki leggja pening í dreifikerfið. Tala samt ekkert um að það þurfi að stækka dreifikerfið ef setja á meiri orku inn á kerfið.
Svona hraksmíð í frumvarpi á að henda út í hafsauga en því miður þá höfum við einungis stimplara á alþingi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.