13.12.2023 | 19:27
Alþingismenn ljúga okkur ofan í jörðina
Þessi meinti loftlagsvandi er svo fjarlægur að erfitt er að trúa því að fólk sjái ekki í gegnum áróðurinn. Alþingismenn sem segjast vera að vinna fyrir okkur með því að upphefja eitt á kostnað annars. Engin rök nema loftið sem vísað er til.
Kosnir stjórnendur (og ekki kosnir) virðast gera lítið fyrir almenning í dag. Eftir Covid vitleysuna þar sem fólk var beinleinis njörvað við heimili sín þá verður ekkert ómögulegt. Alveg eins víst að kosnir fulltrúar vinni gegn almennri skynsemi í nafni einhvers. Til dæmis vísinda sem gera fátt annað en að segja frá hlutum eftir að þeir gerast (skoðið allt um eldgosin á Reykjanesinu).
Las vísindaskáldsögur þar sem fólki var plantað niður í jörðina. 10000 saman í eitt síló, 50 slík stykki. Blekkingin var notuð með slatta af hræðsláróðri. Það sama er gert með loftlagsáróðurinn. Við eigum að hætta að nota ódýran orkugjafa, helst lifa á pöddum o.s.frv. Bækurnar heita Wool, Shift og Dust eftir Hugh Howey. AppleTV gerði seríu, Silo, og fyrsta serían nær hálfri fyrstu bók.
Virðist fjarlægður skáldskapur þegar ég las þær en eftir Covid þá er þetta ansi raunverulegt. Alla daga erum við blekkt af fólki sem er kosið til að vinna fyrir okkur. Það telur sig vita betur og óþarfi að spyrja okkur. Telja t.d. að vindmyllur séu betri orkugjafar en vatnsvirkjun. Það er svo mikið logið að okkur að okkur er sagt að trúa vísindum. Siðan þegar gerð er könnun meðal nemenda þá kemur í ljós að margir hafa takmarkaðan skiling. Það rímar vel við hversdagsleikann þar sem við eigum að trúa vísindum og ekki lesa okkur til gagns.
Heldur fólk virkilega að börn hafi eitthvað annað fyrir sér en það sem foreldrarnir gera!
Ísland ætli að keyra sig úr loftslagsvandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.