Að vera ánægður með það sem maður hefur

Í samtölum og lestri fjölmiðla mætti ætla að fáir séu ánægðir með það sem þeir hafa. Mikið af samtölum fer í að kvarta án þess að koma með lausn. Nú las ég skemmtilega greina á zerohedge sem fjallar um konu sem ákveður að lifa húsmóðurslífi í anda 5 áratugsins. Aðeins 22 ára ákveður hún að taka þetta skref og er stolt af því. Snýst ekki lífið líka um að vera ánægður þar sem maður er og finna til stolts.

Það sameiginlega með mörgum ismum er að grunnur þeirra liggur í frekjukasti og því hægt að nota samnefnarann - frekjuismi.

Frekjuisminn leyfir ekki húsmóðirina, hann leyfir ekki tvö kyn, hann leyfir ekki frjálst orð á hugsunum okkar eða skoðunum, hann leyfir þér ekki að njóta hvaða matar sem er, hann leyfir þér ekki að neita loftlagsmálum, hann leyfir þér ekki að trúa á neitt annað en frekjuismann.

Það er margt sem bendir til að frekjuisminn sé á undanhaldi og fólk kaupi hann ekki eins mikið og fjölmiðlar vilja láta. Sést t.d. vel í misheppnaðri auglýsingaherferð Bud light.

Mín von þessi jól er að fólk fái meira að lifa eftir eigin geðþótta og láti ekki frekjuisma vísa sér leið. Líklega þarf lagni og sveigjanleika en á endanum er það á okkar ábyrgð hvernig lífi við lifum.

Ég vil að fólk ráði sjálft hvað það gerir án þess að það sé á kostnað annarra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband