30.12.2023 | 15:52
Kerfið er vandamálið
Nýverið lét Víðir Reynisson hafa eftir sér að almannavörnum ber skylda til að vernda fólk í Å›standinu við Grindavík. Það er alveg rétt að þeim ber skylda að láta vita en hins vegar ber þeim engin skylda að bera ábyrgða á fólkinu.
Þessi kerfislegi vandi er að drepa allt í dag um allan heim. Opinberir starfsmenn telja sig fara eftir lögum og lesa textann bókstaflega. Hins vegar ber á sama tíma að túlka lög, ekki ósvipað og t.d. biblíutexta, sem þýðir að varasamt sé að lesa of mikið í textann. Kerfið sem slíkt túlkar málin textalega séð og við það þrengirðu í sífellu að almenningi. Allt í nafni textans.
Ég túlka texta Karl Marx þannig að hann hafi í raun verið að fjalla um kerfi sem virkaði illa fyrir almenning. Í því fólst enginn stór sannleikur um hvað sé rétt að gera en hins vegar hafa stjórnvöld, sér í lagi á vesturlöndum, tekið textann og túlkað hvernig skuli framkvæma hlutina. Raunin er algera hörmung svo vægt sé til orða tekið.
Kerfið er farið að yfirtaka hlut almennings. Lítið bara á hvernig Covid árin gengu fyrir sig. Öll kerfi, hvaða isma sem þau koma frá, enda á sama hátt. Þau yfirtaka allt. Markmið sem í upphafi var lagt út frá að þjónusta almenning fer of mikinn í textatúlkun að það yfirtekur.
Þegar Marx lýsti kapitalístunum sem yfirtóku allt í nafni gróða þá hafa marxistar nútímans yfirtekið allt í nafni góðra verka (sem snúast síðan í andhverfu sína). Marxistar nútímans halda að þeir séu eyland sem geti verið sjálfbært (hringrásahagkerfi er gott dæmi um þetta). Samt vilja þeir á sama tíma selja öðrum vörum út fyrir eylandið.
Kerfisvandræðin eru æði mörg. Sem dæmi þá fjallar Björn Leví um verðbólgu og kennir ríkisstjórn um. Rétt hjá honum að halli á fjárlögum hjálpar ekki en á sama tíma skautar hann framhjá þeirri staðreynd að alltof margir innflytjendur hafa sett húsnæðismálin í spennu með of litlu framboði og sífelldum hækkunum. Annað dæmi eru skrif Haraldar Sigurðssonar þar sem hann amast út í hita í heiminum og finnst ákúrulegt að fólk spóki sig um á skyrtunni í Flórida í desember, allt útblæstri manna að kenna (loftlagsvandi af manna völdum). Fer síðan að fjalla um offjölgun mannkyns út frá spá sameinuðu þjóðanna. Hins vegar missir alveg að því að línuleg niðurför fæðingatíðninnar er mun hraðari en sú spá gerir ráð fyrir.
Kerfislegi vandinn spekúlerast best í alþjóðlegum stofnunum þar sem þær taka miðlægar ákvarðanir en ekki staðbundnar.
Leysa má mörg vandamál heimsins með að draga úr mætti kerfisins.
Athugasemdir
Marxisminn gengur út á að eyðileggja allt og halda því svo ónýtu, svo fólk eigi sér ekki viðreisnar von, og verði að reiða sig á rikið, sem svo gerir ekkert nema til málamynda, til þess aðhalda völdum.
Flókin kerfi rekin af moðhausum er mikilvægur þáttur í þessu.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.12.2023 kl. 17:14
Rétt lýsing hjá þér Ásgrímur.
Rúnar Már Bragason, 30.12.2023 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.