Rafbílar og borgarlína eru kerfisvilla

Að treysta á við getum notað rafmagn til að keyra flesta bíla er ávísun á vandræði. Skal viðurkenna að eitt sinn fannst mér þetta góð hugmynd en þeim mun betur sem hún er skoðuð þá er hún röng að óbreyttu. Hver vegna tel ég það?

Vegna þess hversu mikið við rafrænum alla hluti. Við erum að rafræna hluti of mikið til að það geti verið sjálfbært. Gott dæmi um það er hitaveita til húshitinar. Frábær lausn á sínum tíma en með tímanum viljum við meiri þægindi og tengjum stýringu á því við rafmagn. Hvað gerist síðan ef rafmagnið er ekki nóg? Hvað gerist ef rafmagnið dettur út í langan tíma?

Það er ekki nóg að virkja meira við þurfum einnig að bæta dreifikerfið. Allir draumórar um vindmylluorkuver hér og þar hefur ekkert vægi verði dreifikerfið ekki uppfært. Það sama á við um vatnsorkuver. Þegar forsætisráðherra telur að nóg orka sé í landinu þá horfir hún alveg framhjá dreifikerinu. Framleiðslumagnið frá orkuverum getur verið nóg tala en engin virkjun getur keyrt á fullu afli og annað en vatnsvirkjanir hafa ekki sýnt að þær geti haldið uppi orku ef vatnsvirkjunin dettur út.

Vandamál rafbílanna er að orkan þarf að vera til staðar en hún er bara ekki notuð nægilega vel.

Borgarlína er kerfisvilla frá A-Ö. Fyrir það fyrsta þá er þetta ekki hringkerfi sem auðvitað er hagkvæmast og skilvirkast. Þess vegna munu vagnarnir ekki fyllast og bílum fækka. Drefing á fólki með borgarlínu, eins og hugmyndin er núna, skilur eftir meiri hluta af íbúum höfuðborgasvæðisins í miklum vanda. Það einfaldlega tekur of langan tíma að fara þangað sem leitast er eftir með borgarlínunni, að því gefnu að taka strætó og síðan borgarlínu.

Þessari kerfisvillu er algerlega horft framhjá og þess vegna mun óheyrilegur kostnaður koma af þessari villu. Svo mikill að það hægt er að segja að það sé óréttlætanlegt að fara út í þetta. Fyrir utan það að margir hafa sýnt fram á mun ódýrari leiðir til að bæta kerfið.

Spái því að borgarlína mun aldrei ná flugi vegna fjárhaglegra utan að komandi aðstæðna. Spái því einnig að rafbílar muni ekki yfirtaka eldsneytisbílinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband