1.1.2024 | 12:46
Verður 2024 fjárhagslega erfitt heiminum
Ef litið er til vesturlanda þá er svarið já sem mun hafa víðtæk áhrif, sér í lagi í Kína. Bandaríkin fljóta áfram á gufunni þar sem allar vísbendingar benda til harkalegrar niðursveiflu. Ekki bara í hlutabréfum heldur einnig einstaklingum þar sem sífellt fleiri fleita sér áfram á kreditkortum.
Ólíkt þjóðum frá Covid tímanum þá ákvað ég að greiða niður skuldir en vesturlönd, sérstaklega, hafa stjórnlaust aukið skuldir. Fyrst með lokunum og síðan fjáraustri í vonlaust stÅ•ið sem engin leið er að vinna.
Eyðslan í ímynduð loftsmál, borga fólki fyrir að leita betri lífs í nafni þess að vera flóttamaður, blása út ríkisbákn og sífellt hækkandi skatta á sífellt færri fyrirtæki á almennum markaði. Fjárhagslega gengur dæmið engan veginn upp.
Geir Ágústsson fjallaði um í gær viðsnúnin í pólitísku landslagi. Grunnurinn í því liggur í fjárhagslegum vandræðum sem vofa yfir. Það er engin leið að auka rafnotkun ef ekki kemur til aukin framleiðsla á orku. Orku sem kostar ekki skattgreiðendur fúlgur fjár. Vindmyllur sem menn gáfust upp á að nota sem orkugjafa á síðustu öld er engin framtíð. Ekkert frekar en sólarsellur þar sem þær taka svo mikið af landi. Rafbílar eru ekki heldur framtíð einfaldlega vegna skorts á efnivið til að framleiða svo mikið af þeim.
Lygin um viðskiptabann á Rússland er alger brandari þar sem farið er framhjá því með viðskiptum við þriðja land. Fjölmiðlar sem ljúga að okkur á hverjum degi eru eins fjarri raunveruleikanum og hægt er. Þau eru ekki að vinna fyrir fólkið og veita upplýsngar heldur vinna í þágu stjórnvalda sem vilja þrengja að fólki meir og meir í anda einræðis.
Spurning sem eftir stendur er hvort að þessar væntanlegar fjárhagsþrengingar munu opna aftur á lýðræði eða þrengja enn frekar að lýðræðinu?
Ógnin er alþjóðleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það þarf að snerta á tabúum eins og hverjir eiga fjölmiðla Vestanhafs og í Evrópu. Ákveðnar þjóðir sem fengu samúð fyrir nokkrum áratugum, ef þær fá enga gagnrýni komast þær upp með drottnun.
Svarið er augljóst, að einstaklingar og klíkur munu þrengja að lýðræðinu endalaust þar til verður þrengt að þeim. Elítan svokallaða. Ekki lengur samsæriskenning.
Ingólfur Sigurðsson, 1.1.2024 kl. 14:58
Það er nú enn verra þegar ríkisstjórnir taka upp á því að styðja fjölmiðla sem allir segja sömu fréttirnar og vilja ekki fjalla um gengdalausa skuldasöfnun. Lýðræðið nálgast óðum að vera bara að nafninu til.
Rúnar Már Bragason, 1.1.2024 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.