4.1.2024 | 12:20
Refsivert að henda rusli við heimilið þitt
Hvernig ókosnum fulltrúum dettur í hug að refsa fólki sem hefur borgað þúsundir króna við fjarlægja rusl frá heimilum sínum er mér óskiljanleg. Hvað þá að borgarfulltrúar pempi það upp sem hið besta mál. Björn Bjarnason hitti vel á í dag þegar hann fjallar um þetta.
Einhver borgarfulltrúi vill meina að gjaldið lækki þegar flokkað verður betur hjá heimilum. Síðan hvenær hafa sveitafélög lækkað gjöld? Illa rekin sveitafélög horfa auðvitað í aurinn og hver króna kemur sér vel til að sóa í aðra vitleysu.
Þessi flokkun á heimilissorpi er svo misheppnuð að réttast væri að segja upp öllu fólki sem kom nálægt þessari vitleysu. Ekki bætir úr skák að grendarstöðvar og sorpstöðvar eiga helst að týnast út í móa svo sveitafélögin geti byggt. Held að hægt væri að læra margt af nágrannalöndunum sem hafa þetta einfalt og nota verksmiðjur til að flokka sorpið.
Ekki má gleyma að byggð var alltof dýr sorpstöð sem myglar.
Hér verða einhverjir að líta í eigin barm og taka ábyrgð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.