Á flótta frá afstöðu

Horfði á myndina Running man frá 1987 sem á að gerast 2017. Alveg magnað hvað margt raungerðist á þeim tíma þótt ekki hafi þeir séð internetið eða síma fyrir sér. Þá töldu menn að sjónvarp myndi heilaþvo okkur með afþreyingaefni þar sem glæpamenn voru á flótta frá aftökumönnum sínum.

Fyrsta sem sló mann voru blekkingarnar og lygarnar sem voru notaðar. Í dag er verið að nota blekkingar og lygar á sama hátt. Annað sem sló mann var heft ferðafrelsi (hver man ekki eftir covid hömlunum). Þriðja sem sló mann var notkun á myndrænu efni sem var meðhöndlað í þágu blekkinganna.

Allt þetta hefur raungerst á 35 árum. Hægt er að hrósa höfundi fyrir að sjá fyrir um framtíðarhluti en hann var ekki einn um það. Orwell sá þetta fyrir miklu fyrr og fleiri bækur og bíómyndir hafa sýnt þetta. Hvers vegna raungerast svona spádómar ef ætlunin er að skrifa gegn þeim?

Það var nefnilega fjórða atriðið sem sló mann og það var flótti frá afstöðu. Í upphafsatriði þá neitar hermaður að fylgja skipun. Hann er yfirtekinn og efninu breytt sem hann hafi ekki fylgt skipun, þeirri sem hann hafnaði að framkvæma. Þar með tók hann afstöðu gegna skipunum, fylgdi ekki skipunum eftir í blindni.

Í dag er einmitt svo áberandi hversu hrætt fólk er við að taka afstöðu. Fólk er niðurnjörvað (af fjölmiðlum, samfélagsmiðlum og fleiru) með skoðanir sínar því það er tekið fyrir ef það hlýðir ekki.

Af öllu þessu má ráða að ótti sem valdbeiting er án efa hluti af mannkyni. Á hinn bóginn þá er stjórnarfarið sem fylgt er eftir, t.d. einræði, lýðræði, ekki það sem ræður för hvort ótta sé beitt.

Að lokum má velta fyrir sér að þeir sem beita ótta, hvað óttast þeir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Magnað.  Var að horfa á þessa mynd bara fyrr í vikunni.  Netflix?

Sá fyrir "Face Swap" tæknina, sem þeir notuðu í skaupinu.  Langt fyrir daga "Survivor" & "Fear Factor."

Þetta er mjög vel af sér vikið fyrir einhverja vöðvakalla-aksjón mynd.  Minnir að bæókin hafi verið minna forspá.

Get líka mælt með "Cherry 2000."  Sú kvikmynd nær einhvernvegin að draga nútíma feminsima og afleiðingar hans um allar trissur með háði og spotti, allt gert 1987.  Forspá.

Winnerinn er samt Orwell, með 1984.

Ásgrímur Hartmannsson, 6.1.2024 kl. 20:25

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Eitthvað voru menn að spá rétt þarna á 9unda áratugnum. Í dag er bara talað um hliðarveröldir. Ætli það sé spá um margpóla heim?

Rúnar Már Bragason, 7.1.2024 kl. 01:44

3 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það var kókið maður... orkar á heilann svona.

Eða eitthvað.

Kvikmyndir voru allar betri fyrir aldamót, einhvernvegin.

Mæli með "13th Floor."  Ekki mjög þekkt.  Tékkaðu á ártalinu þegar þú ert búinn að horfa, til að fatta þetta.  Það er eins og það hafi eitthvað verið í vatninu.

Ásgrímur Hartmannsson, 8.1.2024 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband