Afnemum persónuafslátt við skattlagningu

Flokkur fólksins er að amast yfir því að afnema á persónuafslátt á fólk sem fær lífeyri en býr ekki á landinu. Miklu nær væri að berjast fyrir því að afnema persónuafslátt því hann virkar illa eða í raun alls ekki.

Þegar skattþrepin eru 3 þá hefur persónuaflsáttur lítið að segja fyrir tekjuhærri og skiptir ansi litlu máli. Persónuafsláttur er einnig aukaflækjustig sé fólk í fleiri en einni vinnu. Satt að segja hef ég aldrei náð tilgangi persónuafsláttar og hvernig það eigi að hjálpa láglauna fólki.

Til einföldunnar væri miklu betra að lækka lægsta þrepin niður í 15% en minna á hin þrepin. Með því hverfur gildi persónuafláttarins. Allir græða á þessu. Fólk fær 65 þús meira milli handanna á mánuði og ríkið tapar engu í skatttekjum. Reyndar mun ríkið hagnast því að eyði fólk peningunum þá kemur það inn í gegnum virðisaukakerfið. Sem þýðir í raun meiri skatttekjur fyrir ríkið.

Hugsanavillan að það sé hjálpræði í persónuafslættinum er ekki fyrir hendi nema að það sé eitt skattþrep.

Í anda vitleysunnar þá halda sumir að ríkið sé best í að nýta peninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband