Ljótt er vindverkið

Myndin sýnir vel hversu ljótt lýti vindmyllu orkuver er á landinu. Þarna er búið að troð inn 30 vindmyllum sem eyðileggja fallega landsýn. Eins og sést á landakortsmyndinni þá eyðileggur vatnsvirkjun ekki landslagið á sama hátt.

Inn á myndina vantar reyndar alla vegi sem þurfa að vera sérstyrktir til að flytja efnið. Hver á að borga þá veggerð? Viðhaldið er svo mikið að það þarf líklega sérútbúna bíla til að komast þangað allan ársins hring.

Landið lítur einnig út fyrir að vera fuglaland en líklega eiga þeir bara fljúga eitthvað annað.

Allstaðar þar sem ég hef séð vindmyllur, orkuver eða fáar stakar, þá er þetta líti á landslaginu. Í landi þar sem jarðvegurinn er enn viðkvæmari en í mörgum öðrum löndum er þetta hreint og beint skemmdaverk þar sem jarðvegurinn jafnars sig líklega aldrei.

Æ en að vera hugsa um svona smáhluti. Auðrónarnir verða að fá sína auðveldu aura á kostnað skattgreiðenda sem sitja uppi með reikninginn og allt tapið af starfsseminni. Ímyndunarleikurinn um græna orku gerir lítið annað en að koma okkur undir græna torfu.


mbl.is Útboð á vindmyllum fyrir Búrfellslund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Læt nú vera útlitið á þessu.

Annað mál og verra er mengunin sem stafar af vindmillum.

Þær ku víst dreifa plast-ögnum, sem eru allt annað en heilnæmar.

Vatnsorkuver gera ekkert slíkt.  Reyndar ekki heldur kola-orkuver.  Vindmillur eru einar um þetta

Ásgrímur Hartmannsson, 17.1.2024 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband