Ríki og sveitafélög eru svo saklaus

Þarna hittir Ragnar lykilinn að öllu heila vandamálinu. Ríki og sveitafélög telja sig ekki vera hluti af pakkanum og það sé nóg að semja á almennum markaði. Þau megi hækka laun eins og þeim hentar, hækka álögum, setja skatta o.s.frv.

Hins vegar getur Ragnar lítið í því gert þegar hann er að semja á almennum markaði og ríkið vill ekki koma að pakkanum. Í blindni sinni halda þau að hægt sé að ná til ókjörnu fulltrúanna í gegnum kosnu fulltrúanna. Því miður þá ráða ókjörnu fulltrúarnir öllu og kjánarnir sem eru kosnir eru bara í forsvari.

Sem dæmi þá geturðu gert tilboð í tryggingar og oft lækkað þær töluvert, sér í lagi bílatryggingar. Þetta segir manni að bílatryggingar eru of hátt verðlagðar vegna nýrra bíla sem eru of flóknir. Gamlir bíla borga of mikið. Er það sanngjarnt? Auðvitað ekki en tryggingafélagið reynir samt eins og það getur að láta þig borga hærra verð. Önnur staðreynd að það nenna fáir að standa í þessu.

Sem sagt gerum ekki neitt er leið en að kjósa það sem lofar öðru er svikin von.


mbl.is „Er að undirstrika stjórnleysi í okkar samfélagi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Í raun er fyrir löngu komið að endimörkum þess sem atvinnulífið getur borgað.

Allar kjarabætur hér eftir verður að ná í frá ríkinu, í formi færri og lægri skatta.  Því fyrr sem almenningur áttar sig á þessu, því betra.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.1.2024 kl. 20:33

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Kjarninn í því sem Vilhjálmur sagði var að við verðum að hætta þessum eilífu hækkunum. Það á við um þjónustugjöld, skatta, laun, verðlag o.s.frv. Þegar kjörnir fulltrúar fatta þetta þá kannski er möguleiki en ég er ekki bjartsýnn að þau sjái ljósið.

Rúnar Már Bragason, 28.1.2024 kl. 02:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband