Vestrænar hugmyndir um Palestínu

Þegar lesið og hlustað er á umræður um Palestínu þá eru þær æði oft litaðar af vestrænum sjónarhornum sem telja að svæðið sé byggt á vestrænum gildum. Eins langt frá raunveruleikanum er varla hægt að komast.

Af hverju heldur fólk að Hamas hafi ráðist á tónlistarhátíð? Jú til að gera lítið úr vestrænum gildum. Veit einhver til þess að vestrænir tónlistamenn hafi spilað í Palestínu? Ég hef ekki svarið en allra jafna fer þá mjög hljótt um það.

Palestínumenn eru ekki heldur þjóð þótt að örfáir hafi haft dýr á beit á svæðinu þegar Gyðingar tóku að hópast þangað. Það var ekki bara út af Jerúsalem heldur hröktu Íranir Gyðinga frá sínum svæðum þrátt fyrir að búa í sátt og samlyndi (áhrif frá Nasistum).

Palestína ætlar sér ekki að vera vestrænt land heldur mun frekar í ætt við Íran. Þessari yfirsjón er horft framhjá þegar talað er um frjálsa Palestínu (hvað sem það er). Íbúar Palestínu hafa ekki lagt þumlung fram til að efla viðskipti eða auka vinnu á svæðinu. Nágrannalöndin vilja ekki fá fólkið inn í landið (frekar senda fólk þangað) en auðvitað er einnig horft framhjá því.

Palestínumenn eru ekki þjóð þótt þeir vilji landsvæði. Kúrdar eru þjóð sem býr í þremur löndum. Gyðingar eru þjóð samkvæmt trúarriti þeirra en Ísrealríki er ekki þjóðríki þeirra. Þjóð snýst ekki eingöngu um land.

Ef Palestína þarf svona mikið að vera frjáls. Hvað þá með Líbanon, Jemen, Íran, Írak o.s.frv. Hræsni á vesturlöndum á sér fá takmörk.


mbl.is Myndi leyfa Palestínu að keppa í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það mest spúkí við palestínumanninn er það að enginn af nágrönnum hans vilja hafa hann hjá sér.

Ásgrímur Hartmannsson, 31.1.2024 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband