11.3.2024 | 17:39
Svifryk en enginn vill sópa
Þessi staðlaða tilkynning sem kemur 1x til 2var á ári er algerlega ómarktæk. Þar er ekkert talað um að sópa göturnar þrátt fyrir að hiti hafi verið yfir frostmarki í marga daga. Það væri svo auðvelt að minnka svifryksmagnið ef göturnar væru sópaða, þó ekki nema bleyttar til að halda þessu niðri.
Nei bílaandmóðsbölræðan skal ráða og þrálátlega staglað á þessu á hverju ári en pössum okkur á að koma ekki með neinar lausnir. Hið illa farartæki, bílinn, skal fara með öllum ráðum.
Þversögnin í tilkynningunnni er samt enn fyndnari. Þar sem segir að nýta skuli almenningsamgöngur eða vistvæna ferðamáta en toppa síðan með að takmarka útiveru og forðast áreynslu við stórar götur. Sér sá sem skrifar þetta ekki eigin þversögn?
Legg til að á næsta ári verði settar fram tillögur til lausna þegar þessi árelga tilkynning verður send út.
Aukið magn svifryks í borginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Rúnar,
Það er einmitt vandamálið í höfuðborginni okkar að götusópararnir sem hafa nú verið lengi við lýði eru eins sjaldgæfir nú til dags og hvítir Hrafnar. Allt þetta svifryk mætti minnka til muna en er ekki gert heldur nýtt í áróðri gegn bílamenningunni og okkur er regluleg minnt á loftlagsvána marg umtöluðu.
Það væri gaman að sjá tölur um hvað marga daga á ári götusóparar eru í vinnu í dag vs fyrir 20. árum. Áður fyrr átti borgin þessa bíla en líklega eru þetta verktakar sem reka þessa bíla í dag.
Þröstur R., 11.3.2024 kl. 21:13
Burt með nagladekkin!
Virtar prófanir erlendra rannsókna sýna að bestu ónegldu vetrardekkin standa hinum negldu fyllilega á sporði og það meira sð segja á blautum ís.
Tökum Þjóðverja til fyrirmyndar i þessum efnum en í Þýskalandi hafa nagladekk verið bönnuð í áratugi þrátt fyrir válynd vetrarveður á köflum eins og hér á Fróni.
Norsk tryggingafélög hafa sýnt fram á að nagladekk veita falska öryggiskennd sem hefur leitt til þess að bílstjórar bíla á nagladekkjum þar í landi eru hlutfallslega oftar valdir að umferðarslysum en bílstjórar bíla á ónegldum vetrardekkjum
Daníel Sigurðsson, 11.3.2024 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.